spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRoy Jones Jr. með skilaboð til Kolbeins

Roy Jones Jr. með skilaboð til Kolbeins

Box goðsögnin Roy Jones Jr. sendi Kolbeini Kristinssyni skilaboð fyrir komandi bardaga. Kolbeinn berst á stóru bardagakvöldi í Danmörku þann 4. júní.

„What up Kolli the icebear,“ sagði sjálfur Roy Jones Jr. í sérstakri kveðju til Kolbeins.

Roy Jones Jr. er einn allra besti boxari sögunnar. Guðjón Vilhelm, umboðsmaður Kolbeins, fékk Jones til að senda Kolbeini nokkur hvatningarorð en þeir Guðjón og Jones eru meðal gesta á ráðstefnu í Peking um þessar mundir.

Á opinberri Facebook síðu sinni kveðst Kolbeinn vera hæst ánægður með kveðjuna enda Jones einn af hans uppáhalds boxurum. Kolbeinn mætir Dananum Kim Thomsen í Danmörku þann 4. júní í hans stærsta bardaga hingað til.

Kveðjuna má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular