spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRuslan Magomedov fær lífstíðarbann frá USADA

Ruslan Magomedov fær lífstíðarbann frá USADA

Ruslan Magomedov er kominn í sögubækurnar í UFC en fyrir ekkert svo skemmtilegar sakir. Magomedov framdi sitt þriðja brot undir USADA og fær þar af leiðandi lífstíðarbann frá keppni.

Ruslan Magomedov er þar með fyrsti UFC bardagamaðurinn sem fær lífstíðarbann frá USADA. USADA hefur séð um öll lyfjamál UFC síðan árið 2015 en þungavigtarmaðurinn hefur á því tímabili brotið þrisvar af sér.

Magomedov fékk lífstíðarbannið í dag eftir sitt annað og þriðja brot undir USADA. Magomedov fékk tveggja ára bann frá USADA eftir að lyfjapróf sem tekið var utan keppnis í september 2016 innihélt ólöglega lyfið ostarine. Það var hans fyrsta brot en aðeins mánuði eftir að banninu lauk féll hann aftur á lyfjaprófi.

Þann 10. október 2018 féll hann á lyfjaprófi, aftur tekið utan keppnis, en anabólíski sterinn Methyltestosterone fannst í lyfjaprófi hans. Það var hans annað brot undir USADA en það þriðja kom nú í febrúar þegar hann neitaði að gangast undir lyfjapróf. Ef íþróttamenn neita að gangast undir lyfjapróf gildir það sama og fall á lyfjaprófi samkvæmt reglum USADA.

Eftir þessi þrjú brot sín er Magomedov kominn í lífstíðarbann hjá USADA og UFC. Magomedov þótti nokkuð efnilegur í þungavigt UFC og vann fyrstu þrjá bardaga sína í UFC áður en USADA greip inn í en Magomedov barðist síðast í október 2015.

Það verður þó að taka fram að ekki eru öll bardagasamtök sem fylgja lyfjareglum USADA og ætti því ekki að koma á óvart ef Magomedov birtist á bardagakvöldi í Rússlandi þrátt fyrir lífstíðarbannið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular