spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRyan Hall fær loksins bardaga og mætir B.J. Penn

Ryan Hall fær loksins bardaga og mætir B.J. Penn

Ryan Hall hefur þurft að bíða lengi eftir sínum næsta bardaga. Núna er hann loksins kominn með bardaga en þá mætir hann goðsögninni B.J. Penn.

Bardaginn fer fram á UFC 232 þann 29. desember en þegar Ryan Hall stígur í búrið verða rúm tvö ár síðan hann barðist síðast.  Hall hefur ekki verið meiddur og reynt að fá bardaga en án árangurs. Hall vildi fá andstæðinga sem væru alvöru áskorun fyrir sig í stað þess að berjast bara við einhvern.

Ryan Hall er einn færasti jiu-jitsu maður heims. Hann hefur lagt meiri áherslu á MMA undanfarin ár en hann vann 22. seríu TUF árið 2015 með sigri á Artem Lobov í úrslitum. Ári seinna barðist hann gegn Gray Maynard en þann bardaga vann hann eftir dómaraákvörðun.

Nú fer hann aftur upp í léttvigt og mætir B.J. Penn. Penn hefur mátt muna sinn fífil fegurri en þessi 39 ára bardagamaður hefur tapað fimm bardögum í röð. Penn er sjálfur frábær í gólfinu og gætum við fengið skemmtilega gólfglímu ef bardaginn fer þangað.

UFC 232 verður síðasta bardagakvöld ársins en í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Cris ‘Cyborg’ Justino um fjaðurvigtartitilinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular