0

Khabib og Conor verða á blaðamannafundi í næstu viku

UFC hefur sett á dagskrá blaðamannafund í New York í næstu viku þar sem þeir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov munu mæta. Blaðamannafundurinn fer fram á fimmtudaginn og má búast við áhugaverðum ummælum frá þeim báðum.

Bardaginn var tilkynntur í byrjun ágúst mánaðar og hefur UFC ekki enn haldið blaðamannafund með stjörnum kvöldsins. Fimmtudaginn 20. september mæta þeir báðir á blaðamannafund þar sem þeir munu í fyrsta sinn standa á móti hvor öðrum augliti til auglits. Þeir Khabib og Conor mætast svo í búrinu á UFC 229 þann 6. október í Las Vegas.

Þann 3. nóvember fer UFC 230 fram í Madison Square Garden í New York og á UFC enn eftir að tilkynna aðalbardaga kvöldsins þar. Miðasala á UFC 230 hefst í næstu viku og er talið að aðalbardaginn verði tilkynntur á blaðamannafundinum eða skömmu fyrir blaðamannafundinn.

Conor McGregor birti svo myndband í gær á Instagram þar sem hann fer ansi hart gegn æfingafélögum sínum og er greinilegt að það er ekkert gefið eftir hjá SBG í Dublin.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.