spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSage Northcutt berst á UFC 200

Sage Northcutt berst á UFC 200

sage northcuttHinn ungi og efnilegi Sage Northcutt snýr aftur til leiks á UFC 200 þegar hann mætir Enrique Marin. Þetta verður fyrsti bardagi Northcutt síðan hann tapaði fyrir Bryan Barbarena í janúar.

Tapið gegn Barbarena var fyrsta tap Northcutt á ferlinum en þessi tvítugi strákur kom fyrst fram á sjónarsviðið í þáttunum Lookin’ for a Fight. Northcutt hefur sigrað tvo bardaga og tapað einum í UFC.

Bardaginn gegn Marin fer fram í léttvigt en Marin hefur hingað til barist í veltivigt. Enrique ‘Wasabi’ Marin er 8-3 í MMA sem atvinnumaður og keppti í TUF: Latn America 2. Marin komst alla leið í úrslit í þáttunum en tapaði þar fyrir Erick Montano eftir klofna dómaraákvörðun. Það var fyrsta tap Spánverjans eftir sex sigra í röð.

Hinn þrítugi Marin er kennari í heimalandinu og hefur klárað fimm bardaga með uppgjafartaki. Northcutt tapaði sínum síðasta bardaga eftir uppgjafartak og verður áhugavert að sjá hvort hann hafi bætt sig þar gegn Marin.

UFC 200 er heldur betur að taka á sig mynd en í gærkvöldi staðfesti UFC þó nokkra bardaga á kvöldinu. Svona lítur bardagakvöldið út eins og er:

Veltivigt: Conor McGregor gegn Nate Diaz
Bráðabirgðartitill í fjaðurvigtinni: Jose Aldo gegn Frankie Edgar
Þungavigt: Cain Velasquez gegn Travis Browne
Veltivigt: Johny Hendricks gegn Kelvin Gastelum
Millivigt: Gegard Mousasi gegn Derek Brunson
Léttvigt: Diego Sanchez gegn Joe Lauzon
Veltivigt: Sage Northcutt gegn Enrique Marin

Heimild: GQ Magazine

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular