Kurteisasti bardagamaður heims, Sage Northcutt, er strax kominn með annan bardaga. Þetta verður þriðji bardagi Northcutt í UFC á fjórum mánuðum.
Sage Northcutt (7-0) sigraði Cody Pfister með „guillotine“ hengingu í 2. lotu fyrir tíu dögum síðan. Hann mun fá litla hvíld því hann mun mæta Andrew Holbrook þann 30. janúar á UFC on Fox 18 bardagakvöldinu. Þetta kom fram á UFC on Fox 17 bardagakvöldinu í gær.
Fyrsti bardagi Northcutt í UFC var í byrjun október er hann sigraði Francisco Trevino með tæknilegu rothöggi eftir aðeins 57 sekúndur. Northcutt langaði að taka einn bardaga í viðbót áður en hann verður tvítugur í mars og fær ósk sína uppfyllta í lok janúar.
Andrew Holbrook (11-0) hefur sigrað einn bardaga í UFC en hann sigraði Ramsey Nijem í júlí eftir klofna dómaraákvörðun. UFC ætlar að byggja Northcutt hægt upp enda sást í bardaganum gegn Pfister hversu hrár hann er.
“.enda sást í bardaganum gegn Pfister hversu hrár hann er.” Hvað ertu helst að vísa í?