Sunday, April 14, 2024
HomeErlentMyndband: Nate Diaz fór á kostum í viðtölum eftir bardagann í gær

Myndband: Nate Diaz fór á kostum í viðtölum eftir bardagann í gær

Nate DiazNate Diaz kom verulega á óvart í gær og sigraði Michael Johnson á UFC on Fox 17 bardagakvöldinu í gær. Eftir bardagann óskaði hann eftir bardaga gegn Conor McGregor og gerði það með stæl.

Bardagakvöldið var í beinni á Fox sjónvarpsstöðinni en Diaz lét það ekki hafa mikil áhrif á sig og blótaði McGregor í sand og ösku. Joe Rogan þurfti því að slíta viðtalinu og gat ekki leyft Diaz að blóta að vild í beinni útsendingu.

Eftir bardagann var hann í öðru kostulegu viðtali þar sem hann talaði um bandarískar og írskar ninjur eins og honum einum er lagið. Diaz óskaði eftir bardaga gegn Conor McGregor og heldur því fram að UFC sé tilbúið að láta þá berjast í léttvigt.

Conor McGregor sat auðvitað ekki á skoðunum sínum og henti í þetta skemmtilega tíst.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular