Wednesday, June 26, 2024
spot_img
HomeErlentShara Magomedov mætir reynslumiklum andstæðingi í Saudi

Shara Magomedov mætir reynslumiklum andstæðingi í Saudi

Shara “Bullet” Magomedov var skráður í bardaga gegn Ihor Potieria á bardagakvöldi UFC í Saudi Arabíu 22. júní nk. áður en sá síðarnefndi var frekar látinn mæta Michel Pereira á UFC 301. Shara er hins vegar kominn með nýjan andstæðing, Joilton Lutterbach, sem þreytir UFC frumraun sína gegn honum en hann er samt sem áður algjör reynslubolti í sportinu.

Lutterbach er 31 árs og 38-10 sem atvinnumaður í MMA. Hann hefur farið um víðan völl, síðast í Karate Combat þar sem hann vann báða bardaga sína með rothöggi í 1. lotu en hann hóf atvinnumannaferil sinn árið 2011. Hann hefur einnig barist í PFL, Glory, Brave, Cage Warriors og lengi mætti telja. MMA, kickbox og box, hann hefur gert þetta allt og sankað að sér fjölda titla.

Lutterbach er góður allstaðar. Magomedov er rosalega kröftugur striker en það sást vel í UFC fraumraun hans gegn Bruno Silva að hann þarf virkilega að vinna í glímunni sinni. Það er eins gott að hann sé að leggja inn þá vinnu því Lutterbach er með ellefu 1. lotu uppgjafartaks sigra á atvinnumannaferli sínum og trúlega mun hann leitast eftir að taka Magomedov niður í gólfið þar sem hann ætti að hafa þónokkuð mikla yfirburði.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular