Fyrrverandi UFC og núverandi ONE Championship fluguvigtar meistarinn, Demetrious “Mighty Mouse” Johnson, vann bæði gull og silfur á 2024 Pan IBJJF Championships mótinu nýlega.
Í opnum flokki mætti hann Michael Sante Medina, sem er yfir 190 cm á hæð og vigtaði inn 112.5 kg, á meðan Mighty Mouse vigtaði inn 70kg fyrir mótið en hann er sjálfur 160 cm á hæð. Mighty Mouse hafði því gríðarlega stórt verkefni fyrir höndum, bókstaflega.
Medina sveiflaði Demetrious í hringi snemma sem hann sjálfur lýsti eins og atriði úr Teenage Mutant Ninja Turtles þegar Rahzar sveiflaði Michelangelo í hringi áður en hann kastaði honum. En Mighty Mouse, sem er af mörgum talinn einn besti bardagaíþróttamaður allra tíma, fann leið til þess að taka Medina niður og finna uppgjafartak. Myndband af glímunni má finna hér fyrir neðan: