Saturday, May 18, 2024
HomeErlentSjö ár liðin frá bardaga Randy Couture og James Toney

Sjö ár liðin frá bardaga Randy Couture og James Toney

Bardagi helgarinnar á milli Conor McGregor og Floyd Mayweather var ekki fyrsti bardagi á milli MMA bardagamanns og hnefaleikakappa. Það hafa verið nokkur dæmi en næst frægasta dæmið er sennilega bardagi James Toney og Randy Couture á UFC 118.

Í dag eru akkúrat 7 ár frá þessari furðulegu tilraun og viðeigandi að rifja það aðeins upp aðeins tveimur dögum eftir boxbardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor. Toney var á tímabili frábær boxari en var kominn langt yfir sitt besta árið 2010. Hann hafði aðeins níu mánuði til að undirbúa sig fyrir bardagann en hver veit hvort hann æfði glímu af einhverju viti.


Það tók Couture um 20 sekúndur að koma hinum 42 ára Toney í gólfið eftir auðvelda fellu. Couture komst strax í „mount“ stöðu þar sem hann mýkti Toney með höggum og kláraði að lokum bardagann eftir rúmar þrjár mínútur með „arm triangle“.

Bardaginn var næstsíðasti bardagi Couture á ferlinum en fyrir Toney var þetta hans fyrsti og eini MMA bardagi. Toney virkaði í engu formi og óvíst hversu mikið hann æfði þrátt fyrir fregnir af æfingum hans með mönnum á borð við Dean Lister, King Mo og fleirum.

Eftir þennan sigur Couture fékk hann svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. Mörgum þótti það ansi fyndið þar sem Toney er einn reynsluminnsti glímumaður sem stigið hefur fæti í UFC-búrið. Toney gekk þó ekki tómhentur heim en hann fékk 500.000 dollara fyrir bardagann.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular