Þetta verður ansi annasöm vika hjá Tecia Torres. Torres berst á laugardaginn en áður en hún stígur í búrið þarf hún að skila tveimur ritgerðum.
Tecia Torres mætir Rose Namajunas á UFC on Fox 19 bardagakvöldinu á laugardaginn. Torres keppir í strávigt og er í 4. sæti á styrkleikalista UFC í þyngdarflokknum.
Torres hóf meistaranám í afbrotafræði í janúar. Áður en hún stígur á vigtina á föstudaginn þarf hún að skila tveimur ritgerðum. Það verður eflaust ekkert sérstaklega gaman fyrir Torres að skrifa tvær ritgerðir á meðan hún sker niður í 115 pundin.
Torres er meðvituð um að bardagaferillinn á ekki eftir að endast að eilífu. „Ég er að hugsa um líf eftir UFC. Maður veit aldrei hvað gerist og ég veit að bardagaferillinn endist ekki að eilífu. Eftir ferilinn vil ég auðvitað eiga góðan starfsferil og mun meistaragráðan hjálpa mér við það,“ sagði Torres við Fox Sports í fyrra.
Menntavegurinn er þó ekki bara plan B ef illa gengur á MMA ferlinum heldur markmið sem hún hefur stefnt að lengi.
Torres er ósigruð sem atvinnumaður og mætir Rose Namajunas í hörku bardaga á laugardaginn. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin á miðnætti.
The toughest part of @ufc #ufctampa fight week ?? 2 Lit Review essays due by Weigh-ins pic.twitter.com/dMSwDWUacz
— Tecia Torres (@TeciaTorres) April 12, 2016