Friday, March 29, 2024
HomeErlentB.J. Penn mætir Dennis Siver á UFC 199

B.J. Penn mætir Dennis Siver á UFC 199

bj penn greg jackson
B.J. Penn ásamt Greg Jackson.

Goðsögnin BJ Penn ætlar að snúa aftur í MMA og mætir Þjóðverjanum Dennis Siver á UFC 199. Bardaginn fer fram í fjaðurvigt en þetta verður fyrsti bardagi Penn í tæp tvö ár.

UFC 199 fer fram þann 4. júní en þetta staðfesti Dana White, forseti UFC, við Yahoo Sports. Penn er einn besti léttvigtarmaður sögunnar og vann beltið í léttvigt og veltivigt á sínum tíma (þó ekki á sama tíma).

Penn átti hörmulegi gengi að fagna undir lok ferilsins og var með einn sigur, eitt jafntefli og fimm töp í sjö síðustu bardögum sínum. Penn hætti síðast eftir tap gegn Frankie Edgar í júlí 2014. Enn á ný hefur Penn ákveðið að berjast lengur og æfir hann nú hjá Greg Jackson í einum fremsta bardagaklúbbi heims.

Penn var ásakaður um kynferðislega áreitni á kærustu fyrrum starfsmanns síns og var málið til rannsóknar af UFC. Penn hefur neitað þessum ásökum og var engin kæra lögð fram. UFC fann engar haldbærar sannanir gegn Penn og er hann því aftur orðinn UFC bardagamaður.

Það eru eflaust einhverjir spenntir fyrir því að sjá Penn snúa aftur en aðrir vilja ekki sjá Penn tapa enn einu sinni. Dennis Siver ætti þó að vera hentugur andstæðingur fyrir Penn á þessu stigi ferilsins. Þjóðverjinn er fyrsti andstæðingur Penn í 11 ár sem hefur ekki verið meistari eða barist um UFC titil. Penn hefur átt í orðaskiptum við léttvigtarmanninn Nik Lentz á síðustu mánuðum en sá bardagi er af borðinu eins og staðan er nú.

UFC 199 fer fram í Kaliforníu þar sem þeir Luke Rockhold og Chris Weidman berjast um millivigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins. Þá mætast þeir Dominick Cruz og Urijah Faber um bantamvigtartitilinn sama kvöld.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular