spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSnýr TJ Grant aftur í október?

Snýr TJ Grant aftur í október?

grant_tjKanadamaðurinn TJ Grant átti að berjast við Ben Henderson um léttvigtarbeltið í ágúst í fyrra en þurfti að hætta við sökum meiðsla. Síðan þá hefur Grant verið á hliðarlínunni en gæti snúið aftur á Halifax bardagakvöldinu í október.

Meiðslin sem Grant varð fyrir reyndust vera heilahristingur. Grant fékk heilahristing á glímuæfingu og hefur verið að glíma við þau einkenni í tæpt ár. Í nýlegu viðtali sagðist hann vera farinn að æfa aftur og að hann gæti snúið aftur í búrið í október þegar UFC heldur til Halifax í Kanada, en Halifax er einmitt heimabær hans.

Samkvæmt Twitter aðgangi UFC í Kanada verður blaðamannafundur á morgun (19. ágúst) þar sem TJ Grant, Rory MacDonald, Tarec Saffiedine og Jason Saggo sitja fyrir svörum. MacDonald og Saffiedine eru í aðalbardaganum á Halifax bardagakvöldinu, en Halifax er einnig heimabær Saggo.

Ekki er enn komið í ljós hvort Grant geti barist á bardagakvöldinu í Halifax en bardagakvöldið fer fram þann 4. október, sama kvöld og Gunnar Nelson berst í Svíþjóð. Grant er farinn að æfa jiu-jitsu aftur, stundar sparkbox og glímir tæknilega standandi. Hann er þó ekki enn farinn að æfa með höggum eða “sparra” og ætlar að bíða með það þangað til hann fær grænt ljós frá læknum.

tjgrant

Grant óskaði eftir að fá annað hvort Donald Cerrone eða Nate Diaz. Cerrone var í síðustu viku bókaður á UFC 178 gegn Bobby Green á meðan Nate Diaz er enn fjarverandi frá íþróttinni vegna launadeilna. Grant sigraði fimm bardaga í röð áður en hann meiddist, rotaði síðast Gray Maynard í maí 2013, og ætti því að fá sterkan andstæðing í endurkomu sinni. Grant var í 4. sæti á styrkleikalista UFC áður en hann var fjarlægður þaðan (ásamt Nate Diaz) vegna fjarveru sinnar frá keppni.

TJ Grant verður sennilega í næstsíðasta bardaga kvöldsins (e. co-main event) ef hann getur barist það kvöld. Það væri frábært fyrir Grant ef hann gæti snúið aftur – og enn betra ef það yrði í hans heimabæ.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular