Eins og allir vita fer fram einn stærsti bardagi allra tíma í kvöld þegar Anderson Silva mætir Chris Weidman. Pennar MMA frétta birta hér spá sína fyrir aðal bardagann.
Pétur Marinó Jónsson: Eins leiðinlegt og það er að segja þetta þá held ég að Weidman hafi akkúrat stýlinn til að sigra Silva. Heilinn segir að Weidman sigri eftir dómaraákvörðun en hjartað segir Anderson Silva með tæknilegu rothöggi í annarri lotu. Maður veit svo sem aldrei hvað Anderson Silva tekur upp á að gera og gæti þess vegna tekið snúnings hæl spark beint í andlitið á Weidman og sigrað þannig. En að mínu mati mun Weidman nota yfirburðar wrestling getu sína og taka Silva niður og sigra eftir dómaraákvörðun. Hef samt aldrei verið þekktur fyrir að vera góður spámaður..
Hreiðar Már Hermannsson: Anderson Silva mun rota Weidman snemma í bardaganum! Ég hef ekkert meira um það að segja! Silva vinnur.
Sigurjón Viðar Svavarsson: Anderson Silva er minn uppáhalds fighter, lít á hann sem besta fighter-inn sem hefur verið í UFC. Ég held því miður að hans tími sé búinn, Weidman á eftir að nota wrestling til að klára Silva. Weidman vinnur með TKO í 3. lotu, verð samt ekkert fúll ef Silva vinnur.
Óskar Örn Árnason: Ég held að Weidman sé með rétta stílinn til að vinna Silva. Spái submission í 2. lotu.
Brynjar Hafsteins: Þvílíkt erfitt að spá um bardagan. Þú veist aldrei hverju A.Silva tekur upp á en ég held að Weidman taki hann niður og sigri hann í 2 lotu.
Oddur Freyr: Samviskan bannar mér annað en að spá Silva sigri með tko/ko í fyrstu eða annarri lotu.
Guttormur Árni Ársælsson: Mjög efiður bardagi til að spá um en ég held að Weidman vinni þó ég voni að Silva vinni. Weidman tekur þetta með tæknilegu rothöggi í 3. lotu eftir brutal ground and pound!
Þeir sem spá Weidman sigri: Pétur, Sigurjón, Óskar, Brynjar, Guttormur.
Þeir sem spá Silva sigri: Hreiðar, Oddur.
kl. hvað er hann á íslenskum tíma?