spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 208

Spá MMA Frétta fyrir UFC 208

UFC 208 fer fram í kvöld þar sem barist verður upp á fjaðurvigtartitil kvenna í fyrsta sinn í UFC. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta spá sína.

Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Holly Holm gegn Germaine de Randamie

Pétur Marinó Jónsson: Þetta verður held ég flottur bardagi og mjög erfitt að spá fyrir hver muni taka þetta. Get séð de Randamie ná sterku clinchi og bara raða inn hnjánum þar til Holm fær nóg. En það er svo erfitt að vita hversu góð GDR er þar sem hún hefur bara unnið nobodies í UFC. Þær þrjár konur sem GDR hefur unnið í UFC eru með bardagaskorið 0-6 í UFC. Ég ætla að tippa á að Holm fái tækifæri til að countera, sem hún er best í, og vinni á stigum eftir dómaraákvörðun.

Arnþór Daði Guðmundsson: Klassískur striker vs. striker bardagi. Holm hefur tapað tveimur bardögum í röð en fær hérna tækifæri á því að komast í fámennan hóp bardagamanna sem hafa unnið titil í tveimur þyngdarflokkum í UFC, auk þess að verða fyrsta konan til þess. Mér finnst ólíklegt að þessi bardagi fari mikið í gólfið og eitthvað segir mér að Holly sé að fara að vinna þennan bardaga á stigum.
Holly Holm sigrar á dómaraúrskurði.

Guttormur Árni Ársælsson: Þetta ætti að verða skemmtilegur bardagi á milli tveggja bardagakvenna sem eru með mjög gott striking. Það hefur verið bent á að de Randamie sigri aðeins andstæðinga með neikvætt bardagaskor og margir búast við sigri Holm. Ég held að de Randamie komi mörgum á óvart og klári Holm í annari lotu.

Óskar Örn Árnason: Skemmtilegir stílar hér á ferð, box á móti Muay Thai. Kannski mun Holly koma okkur á óvart og glíma en sennilega verður það ekki plan A. Það vinnur með Holly að de Randamie notar mikið pressu svo hún lendir sennilega ekki í gagnhöggaveseni eins og á móti Schevchenko. Ég held að Holly taki þetta á reynslunni, sigur á stigum í skemmtilegum bardaga.

Holly Holm: Pétur, Arnþór, Óskar.
Germaine de Randamie: Guttormur.

Millivigt: Anderson Silva gegn Derek Brunson

Pétur Marinó Jónsson: Það væri ekkert skemmtilegra en að sjá sjúk tilþrif frá Anderson Silva en maður verður að vera svolítið raunsær. Anderson Silva er auðvitað 41 árs gamall en ég held hann geti þetta alveg ennþá. Hann hefur aldrei verið með neitt sérstaklega gott fight IQ en alltaf sloppið með það með því að koma með eitthvað magnað rothögg. Núna er hann ekki alveg jafn hættulegur og getur því tapað á stigum eins og gegn Bisping. Ég held að Anderson Silva eigi eftir að eiga sín augnablik í bardaganum, meiða Brunson með alls konar töktum en gera of lítið inn á milli til að vinna lotur. Brunson verður marinn og blóðugur en tekur þetta á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Anderson Silva er ennþá að og verður 42 ára gamall á árinu. Öðrum bardagamönnum hefði verið skipað að hætta eftir úrslit síðustu bardaga hjá Silva. Hann hefur ekki unnið bardaga síðan 2012 en það er alltaf eitthvað sem gerir það að verkum að maður verður að sjá hann berjast. Derek Brunson er stórhættulegur, sérstaklega í fyrstu lotu en á það til að vera dýrvitlaus og sókndjarfur, sem er eitthvað sem er búið til fyrir Anderson Silva. Mig langar að sjá Silva sigra bardaga og það verður fallegur sigur hjá honum í kvöld. Silva sigrar með tæknilegu rothöggi í 3. lotu eftir að Brunson klárar tankinn.

Guttormur Árni Ársælsson: Silva var mest spennandi bardagamaður frá upphafi á sínum tíma. Maður gat alltaf átt von á einhverju ótrúlegu Matrix finish hvernær sem var þegar hann keppti. Þeir dagar virðast vera liðnir og nú er Anderson sjaldan í spennandi bardaga. Brunson er mjög villtur og á pappír ætti þetta að vera fínt matchup fyrir Anderson. Þó vill wrestlingið hjá Brunson gleymast, en þetta er maðurinnn sem outwrestlaði Yoel Romero. Því miður held ég að Brunson sigri þennan bardaga örugglega. Anderson kallinn má fara að leggja hanskana á hilluna.

Óskar Örn Árnason: Gjemli gjemli mættur aftur. Silva er orðinn 41 árs en er engu að síður tæknilega miklu færari en Brunson. Spurningin er fyrst og fremst í mínum huga hvort hann geti lifað af fyrstu lotuna þar sem Brunson mun pressa mikið. Ég held að Silva geri það, enda oftast mjög seigur, og nái að sigra á stigum eða síðbúnu flying knee, Romero style.

Anderson Silva: Arnþór, Óskar.
Derek Brunson: Pétur, Guttormur.

Millivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Tim Boetsch

Pétur Marinó Jónsson: Tim Boetsch er örugglega einn sá hraustasti í millivigtinni og getur alveg verið hættulegur. En Jacare er einn af fimm bestu í heiminum í flokknum og klárar hann með uppgjafartaki í 2. lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Jacare Souza er óheppnasti bardagamaðurinn í millivigtinni í UFC í dag. Ætti með réttu að vera búinn að fá titilbardaga en ófyrirsjáanlegar aðstæður líkt og Michael Bisping hafi orðið meistari hafa komið í veg fyrir það. Undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti hann að sigra Tim Boetsch en eins og við vitum þá getur allt gerst í MMA. Boetsch er að koma inn í þennan bardaga á síðasta bardaganum í samningi sínum og ætlar að veðja á sjálfan sig eins og margir aðrir hafa gert í UFC á síðastliðnu ári. Það verður að koma í ljós hvað gerist en ég hugsa að Jacare muni ná að sigra Boetsch með uppgjafartaki. Souza sigrar með uppgjafartaki í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Jacare er einn af mínum uppáhalds bardagamönnum og því þykir mér mjög leiðinlegt að sjá hvað það virðist vera erfitt fyrir hann að fá alvöru andstæðing. Tveir bardagar við Chris Camozzi og nú Tim Boetsch sem er kominn vel yfir hæðina. Jacare sigrar þennan bardaga með uppgjafartaki í annarri.

Óskar Örn Árnason: Ég býst ekki við miklum bardaga hér. Held að Boetsch eigi ekki mikla möguleika gegn glímuskrímslinu Jacare. Souza nær honum niður í fyrstu eða annarri lotu og nær einhverju fallegu uppgjafartaki.

Ronaldo ‘Jacare’ Souza: Pétur, Arnþór, Guttormur, Óskar.
Tim Boetsch: ..

Léttþungavigt: Glover Teixeira gegn Jared Cannonier

Pétur Marinó Jónsson: Skil ekki af hverju UFC er að senda Cannonier strax í stóru gæjana, held hann sé ekki tilbúinn í þetta. Margir sem gleyma því að Glover Teixeira er drullu gott svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Held hann sé smá hikandi við að standa með einhverjum eftir rothöggið gegn Anthony Johnson og taki bardagann bara í gólfið. Ætlaði fyrst að segja að Glover klári Cannonier með uppgjafartaki í 2. lotu en það gerist alltaf eitthvað óvænt. F**k it, segjum að þetta sé þetta óvænta og Cannonier roti hinn 37 ára Glover Teixeira í 1. lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Teixeira er sennilega ennþá að vanka við sér eftir að Anthony Johnson rotaði hann á UFC 202. Hann er samt sem áður ennþá einn af þeim bestu í léttþungavigtinni þó svo að það sé ólíklegt að hann muni vinna titilinn héðan í frá. Cannonier er 9-1 á ferlinum en hefur hingað til ekki verið í sviðsljósinu innan UFC og er ekki inn á topp 15 listanum. Hér fær hann gullið tækifæri til að koma sínu nafni inn í umræðuna og sigur á Texeira mun varpa honum hátt upp listann. Texeira ætti að sigra örugglega. Teixeira sigrar með tæknilegu rothöggi í 3. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Skrítið matchup. Teixeira hefur bara keppt við þá allra bestu í seinustu sjö (ef frá er talinn Patrick Cummins). Jones, Phil Davis, St. Preux, Rashad Evans og Anthony Johnson. Kannski fannst UFC hann eiga skilið smá pásu? Teixeira sigrar með TKO í fyrstu lotu.

Óskar Örn Árnason: Þetta gæti verið áhugavert þar sem Connonier hefur áður rotað menn í þungavigt. Mér finnst Teixeira samt talsvert líklegri til sigurs, bara vegna reynslu og fjölhæfni. Held að þetta verði rock-em sock-em bardagi þar sem báðir meiðast en Glover klárar með höggum á gólfinu í annarri lotu.

Glover Teixeira: Arnþór, Guttormur, Óskar.
Jared Cannonier: Pétur.

Léttvigt: Dustin Poirier gegn Jim Miller

Pétur Marinó Jónsson: Þetta verður mjög skemmtilegur bardagi. Dustin Poirier er alltaf í smá uppáhaldi eftir að ég sá Fightville heimildarmyndina. Miller virtist vera orðinn búinn en er búinn að vinna þrjá í röð (reyndar gegn mönnum á niðursveiflu). Held að Poirier sé bara mun betri bardagamaður í dag, nema kannski á gólfinu. Poirier sigrar með tæknilegu rothöggi í 1. lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Skemmtilegur bardagi í uppsiglingu. Dustin Poirier var á mikilli siglingu eftir að hafa fært sig upp í léttivigtina en tap gegn Michael Johnson setti strik í reikninginn. Jim Miller er yfirleitt skemmtilegur líka og þetta er uppskrift í ágætis opnunarbardaga fyrir aðalhluta bardagakvöldsins. Gerum bara ráð fyrir því að Dustin Poirier komi sér aftur á sigurbraut og sigri Jim Miller. Poirier sigrar með tæknilegu rothöggi í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Poirier hefur litið mjög vel út síðan hann snéri aftur í léttvigt. Miller er því miður kominn yfir sitt besta skeið. Poirier með TKO í fyrstu.

Óskar Örn Árnason: Áhugaverður bardagi til að byrja kvöldið. Það má ekki vanmeta Miller en Poirier virkar samt líklegri til sigurs. Sennilega fer þetta allar þrjár loturnar þar sem Demanturinn vinnur tvær af þremur lotum.

Dustin Poirier: Pétur, Arnþór, Guttormur, Óskar.
Jim Miller: ..

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular