Thursday, September 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 210

Spá MMA Frétta fyrir UFC 210

UFC 210 fer fram í kvöld þar sem þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson eigast við í aðalbardaga kvöldsins. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá.

Titilbardagi í léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Anthony Johnson

Pétur Marinó Jónsson: Ég er eiginlega búinn að vera sannfærður um að Cormier muni tapa titlinum næst síðan ég sá hann gegn Anderson Silva í sumar. Hann er ennþá auðvitað frábær glímumaður og getur svo sannarlega gert það sama við Johnson og hann gerði síðast en ég held samt ekki. Það er alltaf sagt að menn verði gamlir allt í einu í bardagaheiminum og held ég að það muni gerast fyrir hinn 38 ára gamla Cormier. Allt í einu lítur hann út fyrir að vera gamall. Cuttið er líka alltaf að verða erfiðara og erfiðara fyrir hann eftir því sem hann verður eldri. Hann er ómannlega harður og allt það en time waits for no man. Johnson klárar þetta með TKO í 2. lotu og við munum aldrei sjá Jones vs. DC 2.

Guttormur Árni Ársælsson: Cormier er að mínu mati vanmetinn, eins ótrúlega og það hljómar. Ég held að það sigri hann enginn sem heitir ekki Jon Jones, ekki heldur í þungavigt. Þetta verður hörku bardagi, Cormier þarf að lifa af storminn í fyrstu lotu. Síðan held ég að AJ þreytist og Cormier taki þetta með TKO í þriðju.

Arnþór Daði Guðmundsson: Bardagi sem ég er persónulega mjög spenntur fyrir. Verður áhugavert að sjá hvernig hann fer í ljósi síðasta bardaga á milli þeirra. Þar náði DC að standa af sér storminn og grinda sigurinn á meðan að Rumble setti aðeins of mikið í fyrstu lotuna og var svo búinn á því. Það liggur í augum uppi að DC ætti ekki að reyna að standa með Rumble eins og hann gerði með Alexander Gustafsson og ég held að það sé líklegt að DC fari bara í það sem hann gerir best og reyni að ná Rumble niður og mýkja hann þar. Þessi bardagi fer eins og sá síðasti. Cormier vinnur með rear-naked choke í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Það eru margir að spá AJ sigri með rothöggi og það er ekki ólíklegt. Ég held samt að þetta verði ákveðin endurtekning á fyrsta bardaganum, mögulega enn meira sannfærandi fyrir DC. Ég segi DC á ground and pound í þriðju eða fjórðu lotu.

Daniel Cormier: Guttormur, Arnþór, Óskar
Anthony Johnson: Pétur

Millivigt: Chris Weidman gegn Gegard Mousasi

Pétur Marinó Jónsson: Hata þennan bardaga smá þar sem ég held mikið með báðum. Samt geggjaður bardagi en bara langar ekki sjá annan hvorn þeirra tapa. Ég held að Chris Weidman sé alls ekki búinn þrátt fyrir tvö töp í röð en þetta gæti orðið mjög erfitt fyrir hann. Mousasi er betri standandi og hefur sagt að Weidman muni ekki að taka sig niður í kvöld. Weidman er aftur á móti lang sterkasti andstæðingurinn sem hann hefur mætt að undanförnu. Algjört 50/50 hjá mér en segi bara Weidman eftir klofna dómaraákvörðun í jöfnum bardaga.

Guttormur Árni Ársælsson: Tveir af mínum uppáhalds og glatað að annar þurfi að tapa. Ótrúlegt að hugsa til þess að Weidman sé í þriggja bardaga losing streak ef hann tapar þessum. Ætla að segja að Mousasi taki þetta á reynslunni, heldur þessu standandi og sigrar á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Mousasi er búinn að vera á miklu skriði og lítur vel út og gæti þetta farið þannig að Weidman tapar sínum þriðja bardaga í röð. Ég vona bara hans vegna að hann noti sömu taktík og DC og fari bara aftur í grunninn sinn og noti wrestlingið sitt til að stjórna Mousasi, þó svo að mér þyki ólíklegt að hann nái að klára hann. Weidman sigrar á dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Þetta er bardagi sem mér finnst að Weidman ætti að taka og ég er ánægður með hvað hann virkar einbeittur fyrir þennan bardaga. Hef samt smá áhyggjur af vanmati og almennt hef ég alltaf áhyggjur af Weidman, veit ekki af hverju. Mousasi gæti hæglega tekið þetta en ég segi Weidman á stigum.

Chris Weidman: Pétur, Arnþór, Óskar
Gegard Mousasi: Guttormur

pearl gonzalez cynthia calvillo

Strávigt kvenna: Cynthia Calvillo gegn Pearl Gonzalez

Pétur Marinó Jónsson: Calvillo er mjög efnileg og er spennandi í strávigtinni. Held að hún geti farið nokkuð langt og muni taka þetta eftir uppgjafartak í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Calvillo er beast. Æfir í Team Alpha Male og var mjög impressive í fyrsta UFC bardaganum sínum á 209. Hún sigrar með rear naked choke í fyrstu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Bardagi sem ég þekki ekki mikið til en náði þó að kynna mér þær eftir brjóstapúðamálið í gær. Calvillo er hörð af sér og vill væntanlega gera þetta að dog fight og nota glímuna til að stjórna bardaganum. Þetta er frumraun Gonzalez í UFC og það á PPV-hluta kvöldsins og taugarnar verða þandar. Calvillo sigrar á dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Calvillo valtar yfir Gonzalez. Uppgjafarta í fyrstu.

Cynthia Calvillo: Pétur, Guttormur, Arnþór, Óskar
Pearl Gonzalez: ..

Veltivigt: Patrick Cote gegn Thiago Alves

Pétur Marinó Jónsson: Erfitt að spá í þennan líka, tveir reynsluboltar sem eiga lítið eftir. Alves er svakalega hot and cold. Eina stundina er hann að líta svakalega vel út með flottar fléttur og allt að gerast. Svo allt í einu er hann bara búinn að tapa. Cote var á góðu skriði áður en hann tapaði fyrir Cerrone og á meira eftir held ég þó hann sé eldri. Segi að Patrick Cote taki þetta eftir dómaraákvörðun í ágætis bardaga.

Guttormur Árni Ársælsson: Tveir á niðurleið. Alves er búinn að tapa tveimur í röð og Coté er 37 ára. Cote sigrar á stigum og Alves verður látinn fara í kjölfarið.

Arnþór Daði Guðmundsson: Thiago Alves er kominn aftur í veltivigtina eftir gjörsamlega misheppnaða tilraun við að skera niður í léttivigtina og hefur tapað tveimur bardögum í röð. Hann virðist vera á neiðurleið og ef hann tapar í kvöld þá kæmi mér ekkert á óvart að sjá hann fara yfir til Bellator. Patrick Cote hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Donald Cerrone síðasta sumar og kannski verður hann ryðgaður. Cote sigrar á dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Flott að láta gömlu kynslóðina berjast innbyrðis. Ég held að Coté sé betri alhliða bardagamaður og muni finna leið til að vinna. Segjum Coté á stigum.

Patrick Cote: Pétur, Guttormur, Arnþór, Óskar
Thiago Alves: ..

Léttvigt: Will Brooks gegn Charles Oliveira

Pétur Marinó Jónsson: Ég held að Will Brooks komi fáranlega öflugur til leiks eftir tapið gegn hinum Oliveiranum. Mér finnst Oliveira eitthvað svo brothættur og held alltaf að hann vilji hætta. Kannski verður hann ferskari núna í léttvigt þar sem hann var ekki að drepa sig í niðurskurðinum í gær. Ég held samt að Brooks sé talsvert stærri og sterkari og lifi af nokkuð jafna 1. lotu. Svo valtar Brooks yfir hann og klárar hann með höggum í 3. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég er mjög spenntur fyrir Brooks og held að hann geti gert góða hluti í léttvigtinni. Hann tapaði seinast fyrir hinum Oliveira í léttvigtinni en sigrar í kvöld á dómaraákvörðun.

Arnþór Daði Guðmundsson: Þetta er í raun bardagi sem að báðir menn verða að vinna til að sýna fram á að þeir ætli sér að gera eitthvað í UFC. Will Brooks er fyrrum léttivigtarmeistari Bellator en hefur ekki alveg náð að láta ljós sitt skína í UFC. Hefur samt unnið einn bardaga af tveimur og virðist vera að aðlagast ágætlega. Charles Oliveira er eins og jójó þegar kemur að niðurskurðinum og er látinn fara upp í léttivigtina að þessu sinni og aldrei þessu vant þá vigtaði hann undir hámarkinu eða 152,8 pund. Oliveira er sleipur í gólfinu og gæti náð að lauma inn uppgjafartaki. Ég hugsa samt að Brooks nái að lifa af og sigrar á stigum.

Óskar Örn Árnason: Mjög spennandi bardagi. Mér finnst alltaf áhugavert þegar wrestler mætir jiu-jitsu gaur, langar að sjá hvað gerist þegar bardaginn fer í gólfið. Ég held að Brooks hafi vinninginn framan af en lendi svo í einhverju geggjuðu submission frá Oliveira.

Will Brooks: Pétur, Guttormur, Arnþór
Charles Oliveira: Óskar

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular