spot_img
Thursday, January 9, 2025
Minigarðurinnspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 216

Spá MMA Frétta fyrir UFC 216

UFC 216 fer fram í nótt í Las Vegas. Tveir titilbardagar verða á dagskrá en líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í léttvigt: Tony Ferguson gegn Kevin Lee

Pétur Marinó Jónsson: Sem betur fer náði Kevin Lee vigt í seinni tilraun. Það hefði verið svo ekta MMA og ekta saga þessa bráðabirgðarbeltis í léttvigtinni ef Lee hefði klikkað á vigtinni. En þetta tókst. Það er einhver sjarmi yfir Kevin Lee sem fær mig til að halda að hann geti komið á óvart, eins og það sé allt að falla með honum núna. Hann gæti komið mörgum á óvart og klárað Ferguson með t.d. uppgjafartaki í nótt. Mér finnst samt Tony Ferguson vera betri alhliða bardagamaður, með endalaust þol og er bara líklegri til sigurs. Ég held að þetta verði hraður og skemmtilegur bardagi en Lee nær ekki að halda í við lungun hjá Ferguson. Ferguson tekur þreyttan Lee í Snapdown City í 4. lotu og klárar með rear naked choke.

Óskar Örn Árnason: Ég hef einhverja tilfinningu fyrir því að Kevin Lee sé að fara að koma á óvart en ég þori ekki að velja hann. Ferguson er búinn að vera á stöðugri siglingu síðan 2012 og hefur unnið 9 í röð. Þetta verður mjög áhugavert og Lee á framtíðina fyrir sér en ég segi að Ferguson taki þetta á reynslunni og vinni á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Tony Ferguson er of reyndur fyrir Kevin Lee. Ég held að salsasporin hjá Tony muni reynast of mikið fyrir Lee og svo er hann ótrúlega lúmskur með þessi D’arce choke sín. Ferguson sigrar með uppgjafartaki í þriðju, D’arce.

Arnþór Daði Guðmundsson: Sérkennilegt að þessi bardagi sé aðalbardagi kvöldsins þegar Demetrious Johnson hefur færi á því að komast í sögubækurnar. Sérstakt líka að Lee hafi fengið þennan bardaga verandi númer 7 í léttvigtinni. Það er hins vegar bara þannig og við verðum bara að fagna því að fá bardagakvöld. Tony Ferguson hefur verið svikinn með titilbardagann áður og mætir til leiks í sínu besta standi. Kevin Lee reynir að ná Tony niður en Tony er of góður, heldur bardaganum standandi og nær að lokum að sigra á dómaraúrskurði, mögulega D’Arce choke en líklegast á stigum.

Tony Ferguson: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór
Kevin Lee: ..

Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn Ray Borg

Pétur Marinó Jónsson: Það getur allt gerst í MMA og Ray Borg mjög flottur bardagamaður að mínu mati. Ég sé hann samt ekki eiga séns í DJ. Bara sé ekki hvernig hann á að vinna. Borg stendur sig vel í 1. lotu, scramblar sig úr veseni og vinnur nokkrar stöðubaráttur til að byrja með en svo tekur DJ bara yfir. DJ vinnur með uppgjafartaki í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Ellefta titilvörn D.J. er ekki að fá mikla athygli, því miður. Johnson er búinn að vera nánast fullkominn í búrinu árum saman og þó svo að Borg sé mjög góður er erfitt að sjá hann eiga möguleika. Hans helstu tækifæri liggja sennilega í glímunni en Johnson er ekkert grín þar heldur. Ég ætla að segja að Johnson sigri í þriðju lotu með einhvers konar armlás.

Guttormur Árni Ársælsson: Mighty Mouse er að lenda í svipuðum vanda og Anderson Silva lenti í á sínum tíma; hann er einfaldlega búinn að hreinsa út þennan þyngdarflokk. Því miður fyrir Johnson fær hann ekki mikla athygli. Ég held að hann sigri Borg örugglega með tæknilegu rothöggi í þriðju.

Arnþór Daði Guðmundsson: Maður er fyrir löngu hættur að pæla of mikið í titilbardögunum hans Demetrious Johnson og manni finnst Borg bara vera að fá tækifærið vegna þess að DJ er einfaldlega búinn að vinna alla hina. Ég sé ekki hvernig Ray Borg ætlar að sigra DJ, en besta leiðin til þess er að reyna að ná honum niður en DJ er bara alltof góður í öllu til þess að lenda í svoleiðis veseni. 11. titilvörn DJ verður staðreynd og nýtt met skráð. DJ sigrar á stigum.

Demetrious Johnson: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór
Ray Borg:

Þungavigt: Derrick Lewis gegn Fabricio Werdum

Pétur Marinó Jónsson: Ég elska Derrick Lewis! Þvílíkur karakter og skafar ekkert af hlutunum, segir bara nákvæmlega það sem honum finnst. En ég held hann nái ekki að vinna Werdum í kvöld. Werdum mun halda fjarlægð, passa sig á sprengjunum, notar framspörkin og kickboxa hann í 3. lotur. Werdum eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Hlakka til að sjá þennan. Derrick Lewis féll á prófinu þegar hann mætti Mark Hunt en getur bætt það upp með sigri á Werdum. Werdum er einn besti bardagamaður í þungavigt allra tíma og er enn stórhættulegur þrátt fyrir að vera orðinn fertugur. Ég held að Werdum noti skynsemina, haldi Lewis frá sér, sparki lágt og nái að þreyta hann. Werdum sigrar á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Þetta er skemmtilegur bardagi hvað stíla varðar. Werdum getur sigrað alla í þungavigtinni á góðum degi og ég held að hann sé of klókur fyrir Lewis. Hann notar stunguna og Lewis mun ekki dirfast að fara í gólfið með honum. Werdum á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Skemmtilegur bardagi í fremur þunnri þungavigtinni. Það er deginum ljósara að sigurvegarinn úr þessari viðureign þarf að setja upp sýningu til þess að tryggja sér titilbardaga gegn Stipe Miocic og sigra á meira sannfærandi hátt en sigurvegarinn úr bardaga Ngannou og Overeem. Derrick Lewis var búinn að vera á svaka siglingu þar til að Mark Hunt sigraði hann í sumar og það væri gaman að sjá hann fá titilbardaga. Á meðan er Werdum orðinn 40 ára gamall og tapaði síðasta bardaga sínum gegn Overeem. Derrick Lewis getur rotað hvern sem er og ég er hræddur um hökuna á Werdum. Ég ætla að fylgja sannfæringunni og vona að Lewis sé búinn að laga cardioið sitt og hann sigrar á TKO í 3. lotu.

Fabricio Werdum: Pétur, Óskar, Guttormur
Derrick Lewis: Arnþór

Fluguvigt kvenna: Mara Romero Borella gegn Kalindra Faria

Pétur Marinó Jónsson: Það veit enginn hverjar þessar stelpur eru enda báðar að berjast í UFC í fyrsta sinn. Borella er ítölsk en Faria er brasilísk. Ég ætla að tippa á að sú brasilíska taki þetta. Faria vinnur eftir rear naked choke í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Hér virðist UFC vera að jafna kynjahlutföllin. Það eru ekki einu sinni myndir af þessum konum á heimasíðu UFC þegar þetta er skrifað. Þær eru ekki með Wikipedia síður og ég þekki þær ekki neitt. Segi bara double knockout, af hverju ekki?

Guttormur Árni Ársælsson: Ég sá Borella keppa í Invicta sama kvöld og Sunna Rannveig steig inn í búrið seinast. Ég var ekkert sérstaklega heillaður af frammistöðu hennar þar (sigraði eftir klofna dómaraákvörðun) en ég þekki andstæðing hennar ekki neitt svo ég segi að Borella sigri með armbar í fyrstu lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Sko, ég veit ekkert hverjar þær eru svo að ég treysti mér engan veginn til þess að spá fyrir um þennan bardaga. Borella er framar í stafrófinu og sigrar á fallegu nafni.

Mara Romero Borella: Guttormur, Arnþór
Kalindra Faria: Pétur

Léttvigt: Beneil Dariush gegn Evan Dunham

Pétur Marinó Jónsson: Mjög spenntur fyrir þessum bardaga. Alltaf verið hrifinn af Beneil Dariush og finnst hann frábær bardagmaður. Hann er smá að þróast í gatekeeper í léttvigtinni, vinnur þá sem eru fyrir utan topp 10 en ekki þessa allra bestu. Það gæti þó breyst síðar. Ég gæti séð hann klára Dunham með höggum, jafnvel meitt hann eftir skrokkhögg (vinstri spark kannski) en held að Dunham lifi þetta allt af. Dariush vinnur eftir dómaraákvörðun í flottum bardaga.

Óskar Örn Árnason: Evan Dunham er alltaf skemmtilegur og hann hefur litið vel út undanfarið. Beneil Dariush ætti samt að vera betri bardagamaður á flestan hátt. Þetta er tækifæri fyrir báða til að minna á sig í opnunarbardaga á nokkuð stóru kvöldi. Ég held að þetta endi í gólfinu, Dariush sigrar með rear-naked choke.

Guttormur Árni Ársælsson: Dunham er spennandi og búinn að vera á góðri siglingu en líklega kominn af léttasta skeiði. Dariush er sjö árum yngri og ég held að það verði herslumunurinn. Dariush sigrar eftir dómaraákvörðun.

Arnþór Daði Guðmundsson: Mér er ennþá illt í andlitinu eftir að hafa séð Dariush rotaðan af Edson Barboza í vor. Það breytir því ekki að hann er hörku bardagamaður og hefur gleymst svolítið í léttivigtinni undanfarið. Dunham er orðinn 35 ára gamall og hefur ekki barist í heilt ár en litið vel út fram að því. Held að Dariush sé samt betri og hann sigrar á dómaraákvörðun.

Beneil Dariush: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór
Evan Dunham: ..

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið