spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 227

Spá MMA Frétta fyrir UFC 227

UFC 227 fer fram í kvöld og er bardagakvöldið afar spennandi. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í bantamvigt: T.J. Dillashaw gegn Cody Garbrandt

Pétur Marinó Jónsson: Mér leiðist yfirleitt svona instant rematch dæmi en þetta er bara það góður bardagi að manni er eiginlega sama þó þeir mætist 100 sinnum í röð. Fyrri bardaginn var frábær og munaði ekki miklu að Cody myndi vinna. Þar sem þetta er algjört game of inches held ég að Cody muni hitta TJ núna en í þetta sinn mun TJ ekki vera bjargað af bjöllunni. Cody Garbrandt rotar TJ í 3. lotu í frábærum og spennuþrungnum bardaga.

Óskar Örn Árnason: Get ekki beðið eftir þessum. Ég hef farið fram og aftur í spánni en mér finnst þetta vera algjörlega 50/50. Sá vinnur sennilega sem nær að halda kúlinu og berjast afslappaður. Báðir gerðu mistök síðast og munu sennilega gera það aftur. Sá fyrsti til að koma inn stóru höggi gæti tekið þetta. Skýt á Garbrandt, rothögg í fyrstu lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Jæja, ég er mjög spenntur fyrir þessum. Allar tilfinningar í þessum bardaga á milli þeirra eru ósviknar. Tilfinningar og spenna fóru með báða flatt síðast þannig að þeir þurfa að anda rólega og gera sitt thing. Ef Cody nær ekki að lenda sínum bombum á Dillashaw þá ætti TJ að taka þetta. Finnst líklegt að TJ nái þar með að halda sig frá þeim. TJ sigrar á TKO í 4. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Eins spennandi og það gerist, get ekki beðið eftir þessum! Ég horfði aftur á fyrsta bardagann um daginn og Cody stóð sig miklu betur en mig minnti. Stórhættulegur í öllum exchanges og virðist vera talsvert sneggri hendur en Dillashaw. Þó svo að ég telji Dillashaw vera meira well rounded þá held ég að Cody eigi eftir að ná að snerta Dillashaw með höndunum og klára bardagann með rothöggi í þriðju.

T.J. Dillashaw: Arnþór
Cody Garbrandt: Pétur, Óskar, Guttormur

Titilbardagi í fluguvigt: Demetrious Johnson gegn Henry Cejudo

Pétur Marinó Jónsson: Ég var mjög spenntur fyrir komu Cejudo í UFC en hann fékk titilbardaga of fljótt og var alls ekki tilbúinn í DJ þá. Eftir tapið hefur hann aðeins náð að bæta sig en ég held að það sé bara ekki nóg. DJ er líka alltaf að bæta sig, má ekki gleyma því. Cejudo þarf að nota þennan karate counter stíl sem hann var með gegn Wilson Reis og fara svo í fellur þegar hann getur. Þannig gæti hann náð að hitta smá höggum inn og jafnvel meiða meistarann. Ég held að honum eigi eftir að ganga mun betur núna en síðast en held samt að það verði ekki nóg fyrir Cejudo. DJ tekur þetta á endanum á stigum í fínasta bardaga.

Óskar Örn Árnason: Það hlýtur að koma að því að DJ tapi en verður það núna? Ég held að Cejudo muni standa sig betur en síðast (hvernig gæti hann verið verri) en það muni ekki duga til. DJ mun hamast í honum, sennilega reyna aftur hnén í skrokkinn og klára Cejudo í þriðju lotu með armbar.

Arnþór Daði Guðmundsson: Þessi bardaga meikar eingöngu sense ef Cejudo hefur bætt sig stórlega síðan í síðasta bardaga þessara manna. Cejudo leit vel út á móti Reis og Pettis og ætti erindi í titil ef meistarinn væri ekki DJ. DJ er gjörsamlega ómannlegur en mun því miður aldrei fá þá virðingu sem hann á skilið. Mér finnst líklegt að DJ muni fókusa á felluvörnina gegn Cejudo og muni að lokum sigra á uppgjafartaki.

Guttormur Árni Ársælsson: Það er alltaf erfitt að spá fyrir um endurat en í þessu tilfelli tel ég ólíklegt að Cejudo sé búinn að bæta sig nóg til að sigra DJ. Mighty Mouse sigrar með rothöggi í 2. lotu.

Demetrious Johnson: Pétur, Óskar, Arnþór, Guttormur
Henry Cejudo:

Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Renato Moicano

Pétur Marinó Jónsson: Þetta verður mjög skemmtilegur bardagi. Moicano er sigurstranglegri hjá veðbönkum og Cub Swanson er á niðurleið. Ég hef alltaf verið mikill Cub maður og langar að spá honum sigri. Mig langar ekki að sjá hann tapa þriðja bardaganum í röð og langar mikið að tippa á hann. Ég held samt að Moicano sé bara betri í dag og vinni á stigum.

Óskar Örn Árnason: Flottur bardagi og gott próf fyrir Moicano. Báðir eru í topp 10 en Swanson virðist vera á útleið. Moicano er hins vegar ungur graðfoli og á uppleið. Ég held að þetta fari þrjár lotur og Moicano verði bara of hraður og of sleipur fyrir Swanson. Moicano á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Skemmtilegur bardagi. Ég hef afskrifað Swanson áður þar sem hann hefur komið mér á óvart og ég hef líka peppað hann þar sem hann hefur valdið mér vonbrigðum. Moicano er spennandi gæji sem ég sé alveg gera atlögu að toppnum í framtíðinni. Ég held samt að Cub sé ennþá aðeins betri og muni ná að sigra á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Margir sem eru hrifnir af Cub en ég held að hann sé á útleið og Moicano klárar hann með tæknilegu rothöggi í þriðju.

Cub Swanson: Arnþór
Renato Moicano: Pétur, Óskar, Guttormur

Strávigt kvenna: Polyana Viana gegn JJ Aldrich

Pétur Marinó Jónsson: Báðar frekar óþekktar stærðir í UFC. Ekta striker vs. grappler bardagi en JJ Aldrich hefur alltaf tapað þegar hún er tekin niður. Aldrich þarf að halda þessu standandi til að vinna en ég tel að Polyana nái að taka hana niður og klára hana í gólfinu. Ég segi að Polyana klári Aldrich með klassísku rear naked choke í 1. lotu.

Óskar Örn Árnason: Hef ekki mikið að segja um þennan. Viana á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Þetta þekki ég lítið. Aldrich sigrar á einróma dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Viana leit ágætlega út í frumraun sinni í UFC. Hún sigrar með rear naked choke í þriðju lotu.

Polyana Viana: Pétur, Óskar, Guttormur
JJ Aldrich: Arnþór

Millivigt: Thiago Santos gegn Kevin Holland

Pétur Marinó Jónsson: Þetta verður mjög skemmtilegt og er ég nokkuð viss um að við fáum rothögg hérna. Fannst Kevin Holland ekki vera neitt alltof sannfærandi í bardaga sínum í Contender seríunni fyrr í sumar. Thiago Santos sýnir honum hver munurinn er á topp 15 gæjum í UFC og gæjum sem eru rétt svo komnir í UFC. Santos rotar hann í 2. lotu eftir einhver spörk.

Óskar Örn Árnason: Þvílík örlög að þurfa að mæta Thiago Santos á main cardi á stóru kvöldi í sínum fyrsta bardaga í UFC. Ég held að Holland verði taugahrúga og Santos neglir hann í fyrstu lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Ágætis bardagi. Thiago Santos ætti að vera of stór biti fyrir DWTCS bardagamanninn Kevin Holland. Ég segi Santos með TKO í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Bardagi sem er settur saman til að láta Santos líta vel út. Hann sigrar með rothöggi í fyrstu.

Thiago Santos: Pétur, Óskar, Arnþór, Guttormur
Kevin Holland: ..

spot_img
spot_img
spot_img
Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular