spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 239

Spá MMA Frétta fyrir UFC 239

UFC 239 fer fram í kvöld og er mikil spenna fyrir kvöldinu. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones gegn Thiago Santos

Pétur Marinó Jónsson: Hvernig vinnur maður Jon Jones? Það þarf sennilega einhvern sem er svipað hár og Jones, er frábær glímumaður sem getur varist fellum Jones og tekið hann niður, einhver sem getur sett upp hátt pace í bardaganum og meitt Jones með höggum. Þessi bardagamaður er ekki til held ég. En það er auðvitað líka hægt að rota Jones bara. Það er það eina sem Santos getur gert.

Santos þarf bara að vaða í Jon Jones. Ekki hugsa um hvað Jones ætlar að gera heldur bara gera það sem hann er vanur að gera og henda öllu sem hann hefur í hann strax og vona það besta. Það er kannski helsta von Santos að Jones komi kærulaus inn og Santos nær að refsa honum fyrir það. Það eru samt litlar líkur á því og er í raun heimskulegt að veðja ekki á Jon Jones. Held að Jones taki þetta bara eftir dómaraákvörðun mjög öruggt. Ég vona samt innilega að Santos komi trylltur til leiks og geri Jones smá stressaðan til að búa til smá spennu fyrir okkur. Það mun samt gera Jones bara enn aggressívari og klárar Jones þetta í 2. lotu með ground and pound. Jones með TKO í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Vonandi mætir Santos ferskur og hugrakkur til leiks og lætur bara vaða. Ef hann gerir það gæti hann hugsanlega mögulega náð inn þessu eina höggi. Ég held hins vegar að þetta verði tamning eins og í Anthony Smith bardaganum. Jones mun trufla taktinn og taka Santos í sundur, standandi og á gólfinu. Jones sigrar á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Jones er alltof góður fyrir Santos og nær að sigra á klassískum Jones bardaga með því að núlla Santos út. Jones sigrar á stigum. 

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að eini sénsinn á að stöðva Jones sé að ná inn þungu höggi og vanka hann. Santos er andstæðingur sem gæti náð inn lucky punch en manni þykir það þó ansi langsótt – Jones gefur einfaldlega svo sjaldan færi á sér. Að öllum líkindum verður þetta endurtekning á Anthony Smith bardaganum; Jones mun leyfa Santos að sprengja sig í fyrstu lotu og klára dæmið svo í þriðju með fellu og ground and pound.

Jon Jones: Pétur, Óskar, Arnþór, Guttormur
Thiago Santos: ..

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Holly Holm

Pétur Marinó Jónsson: Það er allt sem segir manni að Nunes eigi bara að vinna þetta. En allt þetta tal um GOAT (greatest of all time) um Nunes hræðir mig. Finnst alltaf eins og þegar þessi umræða er svona hávær þá gerist eitthvað.

Burtséð frá einhverri hjátrú þá held ég að Nunes taki þetta. Held samt að Holm geti alveg valdið henni vandræðum með gagnárásum. Hún er bara stundum of fyrirsjáanleg með gagnárásir sínar en held að Nunes taki þetta eftir dómaraákvörðun í fínum bardaga. Það væri samt rosalegt ef Nunes myndi rota hana því þá hefur hún rotað alla bantamvigtarmeistara kvenna í sögu UFC.

Óskar Örn Árnason: Holm er striker en hún tapaði standandi bardaga gegn Valentinu, de Randemie og Cyborg. Hún er auðvitað með annan stíl en það er erfitt að sjá hana taka Nunes í sundur. Nunes er stundum villt og Holm gæti þá komið inn með t.d. vel tímasett höfuðspark, ég held að möguleikar hennar liggi þar. Líklegasta niðurstaðan er hins vegar Nunes á stigum, held mig við það.

Arnþór Daði Guðmundsson: Nunes er kominn með einskonar ósigrandi áru og maður sér ekkert að hún sé að fara að tapa á næstunni. Á sama tíma gerði Holm það á sínum tíma, að sigra konu sem átti ekki að geta tapað. Nunes er samt of sterk fyrir Holm og þetta er sennilega síðasti titilbardagi Holm á ferlinum. Nunes sigrar á stigum. 

Guttormur Árni Ársælsson: Holm er á þeim stað á sínum ferli þar sem maður efast um hversu mikil ástríða er eftir. 37 ára, með langan boxferil að baki (38 bardagar) og hefur tapað 4 af seinustu 6 í UFC. Á sama tíma er Nunes á þvílíkri siglingu, búin að sigra öll stærstu nöfnin í sportinu og ekki tapað í sex ár. Nunes sigrar með TKO í lotu tvö.

Amanda Nunes: Pétur, Óskar, Arnþór, Guttormur
Holly Holm:

Veltivigt: Ben Askren gegn Jorge Masvidal

Pétur Marinó Jónsson: Þetta verður spennandi! Tvær mjög ólíkar týpur og hefur verið gaman að fylgjast með aðdragandanum að bardaganum. Askren í sandölunum að trolla alla og Masvidal eins og einhver Miami gangster úr Scarface með óvinalegar handahreyfingar. Ég held að þetta fari allar þrjár loturnar en verði samt skemmtilegt. Askren mun stjórna ferðinni og taka hann niður allar þrjár loturnar. Masvidal mun samt gera sinn skaða inn á milli og blóðga Askren. Þetta verður spennuþrungið en Askren sigrar.

Óskar Örn Árnason: Ok hvað er að fara gerast hér. Annað hvort verður Askren eins og blaut tuska og Masvidal pirraður í 15 mínútur eða Gamebred nær að losa sig og refsa. Askren er sennilega líklegri til að glíma sig í gegnum þetta en ég ætla samt að tippa á Masvidal, tek TKO í annarri lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Ég er spenntur fyrir þessum. Fíla þá báða og vil sjá hvorugan tapa en skynsemin segir boring Askren sigur á stigum, en hjartað segir TKO hjá Masvidal. Tippa á það, Masvidal vinnur.

Guttormur Árni Ársælsson: Skemmtilegur bardagi og skemmtilegt style match-up. Manni hefur ekki þótt Askren neitt gífurlega sannfærandi undanfarið en þrátt fyrir það er hann enn ósigraður á ferlinum og tekst alltaf að finna sigur, jafnvel þegar hann lendir í klandri. Masvidal er hættulegt matchup fyrir Askren: talsvert betri en Askren standandi, með góða felluvörn og tricky á jörðinni. Það eru góðar líkur á að Askren sé að fara að ná fellunni trekk í trekk og sigra á stigum. En það er eitthvað sem segir mér að Masvidal klári dæmið. Masvidal með rothögg í fyrstu.

Ben Askren: Pétur
Jorge Masvidal: Óskar, Arnþór, Guttormur

Léttþungavigt: Luke Rockhold gegn Jan Blachowicz

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er að mínu mati einn forvitnilegasti bardagi kvöldsins. Ég er svo spenntur að sjá hvernig Luke Rockhold lítur út í léttþungavigt! Rockhold er góður striker, með frábær spörk en virðist vera enn betri í gólfinu. Hann er samt með stóran veikleika og það er hakan (eða í rauninni hve opinn hann er fyrir höggum). Höggin verða ekkert léttari í léttþungavigt og verður spennandi að sjá hvernig hann kemur til leiks í kvöld. Blachowicz getur alveg meitt Rockhold og rotað hann ef Rockhold passar sig ekki. Ég held að Rockhold sýni gamla glímutakta og taki þann pólska niður og klári með höggum í gólfinu, TKO í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Þetta er kannski áhugaverðasti bardagi kvöldins. Hvernig mun Luke Rockhold líta út í nýjum þyngdarflokki? Hann ætti að verða upp á sitt allra besta, sterkur, hraður og tæknilegur eins og hann segir sjálfur. Blachowicz er samt mjög solid. Stór, sterkur, reyndur, með snerpu og þolinmæði. Ég vona að Luke rústi þessu en spái samt Blachaowicz KO í annarri lotu. Það væri bara of týpískt.

Arnþór Daði Guðmundsson: Rockhold í 205 er eitthvað sem okkur langar öllum að sjá. Það er spurning hvort að það hafi verið niðurskurður eða haka sem felldi Rockhold í 185. Er ekkert hrifinn af Blachowicz þannig að ég tippa á Rockhold með uppgjafartaki.

Guttormur Árni Ársælsson: Luke Rockhold er að færa sig upp í léttþungavigtina og verður fróðlegt að sjá hvernig hann kemur til með að líta út þar. Blachowicz er samt grjótharður og örugglega líkamlega sterkari en flestir sem Rockhold hefur mætt á ferlinum. Ég held þó að Rockhold sé tæknilegri standandi og svo held ég að hann sé með besta Jiu-Jitsu í léttþungavigtinni. Ég segi að hann klári þetta með uppgjafartaki í þriðju.

Luke Rockhold: Pétur, Arnþór, Guttormur
Jan Blachowicz: Óskar

Veltivigt: Michael Chiesa gegn Diego Sanchez

Pétur Marinó Jónsson: Maður óttast smá um Diego Sanchez. Alltaf auðvitað verið stórfurðulegur en núna er hann kominn með einhvern þjálfara sem er healer/self-awareness þjálfari og er maður smá hræddur um að þetta endi með einhverjum ósköpum. Er Diego búinn að vera að æfa með einhverjum öðrum en þessum þjálfara fyrir þennan bardaga? Burtséð frá því finnst mér þetta áhugaverður bardagi. Diego er orðinn ansi slappur þegar maður horfir á hann skiptast á höggum en hann er ennþá drullu góður glímumaður. Ég held að hann geti alveg valdið Chiesa vandræðum í kvöld í gólfinu. Það verður samt stórslys fyrir Chiesa (sem ætlar að verða meistari) að tapa fyrir 37 ára gömlum Chiesa. Chiesa á að vera betri og hann tekur þetta en þarf samt að hafa aðeins fyrir þessu. Chiesa sigrar eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Sanchez er alltaf skemmtilegur innan og utan búrsins, þetta viðtal var gjörsamlega bat shit crazy. Ég held að þetta hljóti að verða fyrst og fremst glíma. Sanchez getur glímt en ég held að Chiesa hljóti að vera sterkari, yngri og ferskari gaurinn. Tek Chiesa á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Sanchez er kominn á „skemmtilega bardaga-vagninn“. Það gleður mig. Þetta ætti samt að vera smooth sailing fyrir Chiesa sem stimplar sig sterkt inn í 170 pundin með góðum sub-sigri á Sanchez með rear-naked choke í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Diego Sanchez er karakter en ég held að hann sé alveg gjörsamlega búinn kallinn. 37 ára, með 40 bardaga á bakinu og margir þeirra hafa verið algjör stríð. Michael Chiesa reynist of sterkur og sigrar með TKO í 2. lotu.

Michael Chiesa: Pétur, Óskar, Arnþór, Guttormur
Diego Sanchez: ..

Heildarstig ársins:

Guttormur: 18-12
Pétur: 17-13
Óskar: 17-13
Arnþór: 12-8

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular