spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 242

Spá MMA Frétta fyrir UFC 242

UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Í aðalbardaga kvöldsins er barist um léttvigtartitilinn en líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Embed from Getty Images

Titilbardagi í léttvigt: Khabib Nurmagomedov gegn Dustin Poirier

Pétur Marinó Jónsson: Alltaf gaman að sjá Khabib. Þó maður sé ekki alltaf sammála skoðunum hans held ég að Khabib sé einn af þeim bardagamönnum sem mér finnst skemmtilegast að horfa á í búrinu. Hvernig hann getur tekið frábæra bardagamenn og gjörsamlega smassað og brotið þá á svipstundu er magnað.

Yfirburðir hans eru það magnaðir að maður á erfitt með að sjá hann tapa. Ég held samt ekki að Dustin eigi bara séns á rothöggi. Ég get alveg séð Dustin koma sterkan til baka í síðustu þremur lotunum eftir smá smass frá Khabib fyrstu tvær loturnar. Dustin er grjótharður og gefst ekki svo auðveldlega upp. Auk þess hafa underdogs unnið 15 af 27 aðalbardögum ársins hjá UFC og Dustin er underdog í þessum bardaga. Ég held samt að Khabib smassi meira heldur en Dustin. Khabib vinnur eftir dómaraákvörðun en Dustin vinnur einhverjar lotur.

Óskar Örn Árnason: Hvað ætlar Dustin Poirier að gera? Við vitum nákvæmlega hvað Khabib gerir en getur Dustin gert eitthvað í því? Við höfum ekki séð mikið af Dustin gegn góðum glímumönnum svo það er erfitt að segja til um hans möguleika. Hann er hins vegar bardagahundur og verður hættulegur fram að síðustu mínútu. Ég held að þrátt fyrir allt verði þetta enn ein endurtekningin, Khabib dominatar í fjórar lotur og klárar með höggum. Khabib með TKO í 4. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég hef lengi verið aðdáandi Poirier og hann hefur svo sannarlega þurft að vinna fyrir því að komast á þann stað sem hann er á í dag. Búinn að sigra Max Holloway tvisvar, Anthony Pettis og Eddie Alvarez. Að því sögðu held ég að stíllinn hans henti ekkert sérlega vel til þess að sigra Khabib. Eddie Alvarez gat pressað hann upp við búrið og náði bakinu á honum og ef Eddie getur það þá getur Khabib það. Eini sénsinn sem ég sé er að Poirier scrambli eins og vitleysingur og nái að lenda nógu mörgum höggum til að sigra á stigum. En það er hæpið. Khabib tekur þetta á klassísku mauling og endar bardagann í fjórðu lotu. Svo fáum við loksins Tony-Khabib.

Arnþór Daði Guðmundsson: Við vitum alveg hvað Khabib ætlar að gera í þessum bardaga og við höfum séð það u.þ.b 27 sinnum áður. Spurningin er hvað Dustinn Poirier ætlar að gera. Hann kemur úr harkinu og á þennan bardaga skilið á þessum tímapunkti eftir áralanga leið á toppinn. Hann hefur litið æðislega út að undanförnu og er búinn að þróast í topp bardagamann. En hvað ætlar hann að gera öðruvísi en allir hinir 27 sem hafa tapað fyrir Khabib í gegnum tíðina? Ég veit það ekki, það virkar á mig eins og áran yfir Khabib sé orðin það sterk að það veit enginn hvernig á að díla við hann og það hræðir mig. Dustin á alltaf puncher’s chance á móti Khabib, en er það nóg? Ég held með Poirier en ég held að þessi bardagi fari eins og aðrir bardagar hjá Khabib. Khabib tekur fyrstu lotunna í að reikna Dustin út og svo mætir hann bara í vinnuna og notar wrestlingið og lemur Poirier eins og tusku í gólfinu. Khabib sigrar með TKO í 4. lotu.

Khabib Nurmagomedov: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór
Dustin Poirier: ..

Embed from Getty Images

Léttvigt: Edson Barboza gegn Paul Felder

Pétur Marinó Jónsson: Fínasti bardagi og áhugavert að sjá hvernig þeir hafa báðir breyst frá því þeir mættust síðast. Fyrri bardagi þeirra var mjög jafn og held ég að það sama verði á teningnum núna. Gæti dottið beggja vegna og finnst erfiðast að spá í þennan bardaga af bardögunum fimm. Felder hefur samt bætt sig meira síðan 2015 heldur en Barboza. Það hefur verið áhugavert að sjá Felder klára þrjá bardaga með brutal höggum í gólfinu. Kannski er það eitthvað sem hann ætlar að gera gegn Barboza. Ég held samt að Felder sé ekki með vopnin til að vinna Barboza og þá pressu sem Barboza hatar. Barboza fær sitt pláss til að sparka í Felder og vinnur aftur eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Tveir skemmtilegir sparkboxarar stíga aftur dans. Síðast var þetta flugeldasýning en það er spurning hvort þetta verði eitthvað öðruvísi. Af viðtölum að dæma virðist Felder ætla að verða fjölhæfari sem gæti þýtt takedown. Barboza er killer en ég ætla að tippa á Felder, held að hann afgreiði Barboza í fyrstu. Felder TKO í 1. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Frábært style matchup, báðir virkilega spennandi sparkboxarar. Ég held að þetta endi í rothöggi og það gæti dottið öðru hvoru megin. Barboza er búinn að vera í brasi undanfarið en hefur líka mætt Gaethje, Lee og Khabib – alls ekki auðvelt prógramm. Ég held að Barboza sé betri íþróttamaður en Felder og það muni skila honum sigri í þessum bardaga. Edson Barboza með KO eftir hringspark í 2. lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Fíla þá báða. Barboza er hrikalega hættulegur standandi eins og við höfum séð áður og með sleipt jiu-jitsu, en hefur eins og aðrir ekki náð að komast alveg á þann stað sem hann vill vera á og yfirleitt klikkað á úrslitastundu. Felder er svo alltaf í skemmtilegum bardögum og er hrikalega klár með hátt fight-IQ. Finnst Felder alltaf svo viðkunnalegur að ég held með honum því ég held að hann hafi hæfileikana til að núlla út hættuna sem stafar af Barboza og sigla heim öruggum sigri. Felder sigrar eftir dómaraákvörðun.

Edson Barboza: Pétur, Guttormur
Paul Felder: Óskar, Arnþór

Embed from Getty Images

Léttvigt: Islam Makhachev gegn Davi Ramos

Pétur Marinó Jónsson: Wrestling vs. jiu-jitsu! Mjög spenntur að sjá hvað Dagestan smass stíllinn geti gert gegn heimsklassa jiu-jitsu. Davi Ramos er ADCC meistari og hefur litið mjög vel út í síðustu bardögum. Ég vona innilega að þetta endi í gólfinu með einum eða öðrum hætti og að báðir reyni fellur. Ef þeir glíma gæti þetta orðið þrælskemmtilegt. Held samt að Islam hætti sér ekki of mikið í gólfið með Ramos og Ramos mun ekki ná að taka Islam niður. Ég held að Islam nái að forðast gildrur Ramos og vinnur eftir dómarákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Mjög áhugaverður bardagi. Tveir ólíkir glímustílar mæta, eins gott að þeir fari í gólið. Ramos er ógnvekjandi jiu-jitsu gaur en spurning er hvort Makhachev nái að verjast en sennilega mun hann vilja halda þesu standandi. Ég held að hann geri það og sigri á stigum. Makhachev eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég er mikill Davi Ramos maður og glímurnar hans á ADCC árið 2015 voru fáránlega flottar; algjör bulldog. Ég held þó að Makachev sé of góður í clinchinu og geti haldið fjarlægð og muni ná að sigra þennan á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Makachev fær hér tækifæri á stóru bardagakvöldi og tækifæri til að koma sér almennilega fram á sjónarsviðið fyrir annað en að vera vinur Khabib. Hann nýtir tækifærið á „heimavelli“ og sigrar þennan bardaga á einróma dómaraákvörðun og fær enn stærri bardaga næst.

Islam Makhachev: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór
Davi Ramos: ..

Embed from Getty Images

Þungavigt: Curtis Blaydes gegn Shamil Abdurakhimov

Pétur Marinó Jónsson: Curtis ‘Razor’ Blaydes er drullu góður en ekki ennþá nógu góður til að berjast um titilinn. Á meðan óvissa ríkir um næsta titilbardaga í þungavigtinni þarf Blaydes bara að halda sér á tánum og berjast. Þarf að hafa eitthvað fyrir stafni og bæta í reynslubankann. Shamil er alveg hættulegur standandi fyrir Blaydes en ég held að Blaydes drekki Shamil með háu tempói, hraða og fellum. Blaydes með TKO í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Minnst spennandi bardagi kvöldsins að mínu mati. Ég held að Blaydes taki þetta, bara spurning um hvernig. Grunar að þetta verði voðalegt hnoð og hann taki þetta á stigum. Blaydes eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Tveir stórir strákar og líklegast verður einhver rotaður. Tippa á Blaydes með TKO í 2. lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Blaydes er á því stigi ferilsins að hann þarf að fara að vinna stóran sigur ef hann ætlar sér að gera einhverja hluti í UFC. Hérna fær hann meðalbardaga á stóru kvöldi og ef hann sigrar þá ætti hann að fá ágætis bardaga næst. Þetta verður sennilega þreyttur bardagi, en ég vona að einhver verði rotaður. Blaydes sigrar á TKO í 3. lotu.

Curtis Blaydes: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór
Shamil Abdurakhimov:

Embed from Getty Images

Léttvigt: Mairbek Taisumov gegn Carlos Diego Ferreira

Pétur Marinó Jónsson: Hef alltaf hrikalega gaman af Mairbek Taisumov og langar svo að sjá hann á móti alvöru gæjum. Carlos Diego Ferreira er góður glímumaður en finnst hann ekki vera góður standandi. Taisumov raðar inn höggunum og klárar með TKO í lok 1. lotu.

Óskar Örn Árnason: Loksins fær Taisumov smá sviðsljós. Ferreira er nokkuð hættulegur en ég held að Taisumov verði ekki í miklum vandræðum með hann. Taisumov KO 1. lota.

Guttormur Árni Ársælsson: Taisumov er mjög spennandi og er að fara að baka Ferreira, held ég. Highlight KO í 1. lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Fyrsti af mörgum bardögum á aðalhluta bardagakvöldsins sem inniheldur Rússa. Taisumov er skeinuhættari en við gerum okkur grein fyrir og hefur stuðninginn í kvöld til að fara alla leið. Taisumov sigrar á UD.

Mairbek Taisumov: Pétur, Óskar, Guttormur, Arnþór
Carlos Diego Ferreira: ..

Heildarstig ársins:

Pétur: 28-17
Guttormur: 27-18
Óskar: 26-19 
Arnþór: 22-13

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular