spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 248

Spá MMA Frétta fyrir UFC 248

UFC 248 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá.

Titilbardagi í millivigt: Israel Adesanya gegn Yoel Romero

Pétur Marinó Jónsson: Frábær bardagi og frábært hjá Adesanya að vilja vera virkur meistari og berjast. Það eru ekki margir sem óska eftir því að berjast við Yoel Romero en Adesanya er einn af þeim. Það er nokkuð nett. Romero er stórhættulegur og rothöggin tala sínu máli en ég held að Adesanya sé bara of slick fyrir Romero. Romero er lélegur að vinna lotur og gerir ekkert heilu loturnar en er alltaf líklegur til að klára bardaga. Adesanya mun halda fjarlægðinni vel og passa sig að éta ekki stóru bomburnar frá Romero. Þess á milli mun Adesanya sparka og kýla í Romero og saxa hann niður hægt og rólega. Adesanya var samt vankaður á móti Kelvin Gastelum í fyrra og getur ekki leyft Romero að gera það sama. Vörnin hans verður að vera upp á sitt allra besta og þarf hann að vera mjög agaður allan tímann. Adesanya tekur þetta á stigum.

Óskar Örn Árnason: Mjög skemmtilegur bardagi á pappírunum og aðdáunarvert að Adesanya hafi beðið um þennan bardaga. Romero hefur tapað nokkrum sinnum en það hefur alltaf verið mjög tæpt og mjög erfitt. Áskorunin fyrir Adesanya er að vinna Romero sannfærandi og forðast kjarnorkusprengjurnar sem koma á móti. Það yrði rosalegt ef Romero tækist að rota meistarann en ég held að það sé ólíklegt. Segi að Adeanya sigri örugglega á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég er ógeðslega spenntur fyrir þessum bardaga. Romero er svo mikið skrímsli en svo ertu með Adesanya sem getur látið fyrrum meistara eins og Whittaker líta kjánalega út. Ég held að Adesanya sé sigurstranglegri. TKO í þriðju lotu.

Israel Adesanya: Pétur, Óskar, Guttormur
Yoel Romero: ..

Titilbardagi í strávigt kvenna: Weili Zhang gegn Joanna Jedrzejczyk

Pétur Marinó Jónsson: Ég er ekki alveg 100% seldur á að Zhang sé sú besta í flokknum í dag. Eini merkilegi sigurinn hennar er Jessica Andrade og það var rothögg eftir 40 sekúndur. Ég gæti alveg séð Joanna taka þetta en hún hefur bara einhvern veginn ekki verið eins góð síðustu ár eins og hún var 2015. Hvort það séu andstæðingarnir sem eru bara betri eða hvort margra ára bardagaferill í Muay Thai og MMA sé búinn að taka sinn toll, ég veit ekki. Ég er ekki viss hvort Zhang sé sú besta en ég held hún sé samt betri en Joanna í dag. Þetta verður nokkuð tæknilegt og mjög jafnt. Zhang vinnur eftir dómaraákvörðun en Joanna telur sig samt hafa unnið.

Óskar Örn Árnason: Joanna virðist mjög peppuð og ætlar sér að endurheimta beltið en það verður erfitt. Zhang er góð alls staðar og er bæði höggþyngri og betri glímukona. JJ gæti notað hraðann og tæknina og útboxað þá kínversku en ég held að Zhang nái henni og klári frekar snemma. Zhang TKO í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að Joanna hafi verið pínu skilin eftir og að margar í topp 5 séu búnar að sigla fram úr henni hvað gæði varðar. Zhang kemur mörgum á óvart annað kvöld og pakkar JJ saman.

Weili Zhang: Pétur, Óskar, Guttormur
Joanna Jedrzejczyk: ..

Léttvigt: Beneil Dariush gegn Drakkar Klose

Pétur Marinó Jónsson: Ég hef alltaf fílað Dariush en það er erfitt að treysta hökunni hans í dag. Ég held að hann geri það ekki heldur og reynir hann yfirleitt að clincha sem fyrst. Klose er harður en ég held að Dariush sé bara aðeins betri bardagamaður á öllum sviðum. Dariush tekur þetta með uppgjafartaki í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Báðir hafa unnið þrjá í röð og gætu farið að blanda sér í topp 15 með sigri. Mér finnst þetta ansi jafnt en held samt að Dariush sé með fleiri vopn í vopnabúrinu og sigli þessu heim, jafnvel með uppgjafartaki, jafnvel rear naked choke. Dariush með uppgjafartaki í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Báðir á góðu skriði. Ég held að glíman hjá Dariush verði X-Faktorinn í þessum bardaga. Dariush með uppgjafartak í þriðju lotu.

Beneil Dariush: Pétur, Óskar, Guttormur
Drakkar Klose:

Veltivigt: Neil Magny gegn Li Jingliang

Pétur Marinó Jónsson: Það er auðvelt að fíla Neil Magny og er hann góður bardagamaður sem hefur komist langt með það sem hann er með. Ég var lengi vel alls ekki sannfærður um að Li gæti eitthvað í MMA en hans síðasti sigur sýndi mér að hann er drullu góður bardagamaður. Hann er höggþungur og aggressívur en Magny er harður. Li tekur þetta eftir dómaraákvörðun í fremur einhliða bardaga.

Óskar Örn Árnason: Gaman að sjá Magny aftur eftir mjög langa fjarveru. Jingiliang er nokkuð seigur en ég held að Magny sé betri ef hann mætir í góðu formi. Magny eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að Magny reynist of stór biti fyrir Jinglang og sigri á stigum

Neil Magny: Óskar, Guttormur
Li Jingliang: Pétur

Veltivigt: Alex Oliveira gegn Max Griffin

Pétur Marinó Jónsson: Oliveira er svo villtur, erfitt að spá í hans bardaga. Ég gæti alveg séð hann fyrir mér vaða í Griffin og rota hann í 1. eða 2. lotu. Undanfarið finnst mér hann samt oft gasa frekar snemma. Griffin er góður glímumaður og ég held að hann muni bara taka Oliveira niður og stjórna honum í gólfinu í þrjár lotur. Griffin eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Griffin er betri en ferillinn segir til um en hann þarf að vera duglegri að ná sér í W. Báðir eru í must win stöðu sem gerir þetta nokkuð spennandi. Oliveira er alltaf fjörugur og gæti rotað en ég held að Griffin noti glímuna og taki þetta nokkuð örugglega. Griffin dec.

Guttormur Árni Ársælsson: Oliveira á góða spretti en er of villtur og mistækur. Ég held að Griffin nýti sér það, mæti með gott gameplan og sigri. Griffin á stigum. 

Alex Oliveira: ..
Max Griffin: Pétur, Óskar, Guttormur

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular