Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpá MMA Frétta fyrir UFC 267

Spá MMA Frétta fyrir UFC 267

UFC 267 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í léttþungavigt: Jan Blachowicz gegn Glover Teixeira

Pétur Marinó Jónsson: Kannski ekki eins mikil spenna fyrir þessum bardaga en held að þessi verði þrælskemmtilegur. Glover á 100% skilið að fá þennan bardaga en það trúir enginn því að hann sé besti léttþungavigtarmaður heims þó hann vinni í kvöld. Glover er góður alls staðar en á það alltaf til að éta nokkur högg á leiðinni inn. Það er eiginlega ótrúlegt hve oft Glover er vankaður og maður heldur að þetta sé búið en svo 30 sekúndum seinna er hann allt í einu kominn með mount og að vinna. Glover getur alveg tekið Jan niður og gert þetta erfitt en til þess þarf hann að nálgast Jan. Jan er einstaklega góður að koma með þung högg í clinchinu og þegar menn eru að skiljast að í clinchinu eins og þegar hann rotaði Luke Rockhold. Jan er líka með góðar gagnárásir og Glover er oft opinn. Ég væri alveg til í að sjá Glover ná góðri stöðu í gólfinu og lemja aðeins þann pólska svo við fáum alvöru bardaga úr þessu en tippa á að Jan roti Glover í 2. lotu.

Brynjólfur Ingvarsson: Þessi held ég að verði skemmtilegur, Glover setur pressuna og labbar beint inn í stóru höggin frá Jan. Hér er spurningin hvað Jan gerir þegar hann nær að meiða Glover. Ef að hann fríkar út og reynir að klára bardagann gæti hann þreytt sig og verið tekinn niður og þar hefur Glover verið að taka yfir síðustu bardaga. Ég held þó að Jan nái að vera agaður og falli ekki í sömu gildru og seinustu andstæðingar Teixeira. Jan KO lota 3.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég var mjög lengi að fara um borð á Jan lestina en eftir bardagann gegn Izzy er ég á fyrsta farrými. Glover er grjótharður en ég er alltaf að bíða eftir að fight years kicki inn og frammistaðan hrynji fram af kletti. Ég held að Jan sé of sterkur og klári þennan eftir TKO í þriðju.

Jan Blachowicz: Pétur, Brynjólfur
Glover Teixeira: ..

Titilbardagi í bantamvigt: Petr Yan gegn Cory Sandhagen

Pétur Marinó Jónsson: Hrikalega spennandi bardagi! Petr Yan er mjög scary gæji, sérstaklega í ljós þess að hann er rétt svo einn og hálfur metri á hæð. Sandhagen virðist vera einhver eðaldrengur sem er ótrúlega tæknilegur og góður að slást. Báðir eru með mjög fjölbreytt en ólík vopn. Petr Yan er með þétta vörn hátt uppi, flottar fellur, með geggjaða pressu og þrykkir höggum í haus og skrokk. Sandhagen er léttari á fæti, með góða fótavinnu og góð spörk. Sandhagen er bestur þegar hann fær mikið pláss til að vinna. Hann getur gert skaða með spörkum og löngum vopnum sínum og verður áhugavert að sjá hvernig Yan tekst á við það. Yan hefur verið í vandræðum með lágspörk og gæti ég trúað að það vopn muni hjálpa Sandhagen. Yan þarf að halda góðu pressunni sinni og ekki gefa Sandhagen neitt pláss. Hef alltaf verið veikur fyrir Yan og tippa á að hann sigri eftir dómaraákvörðun í hörku bardaga.

Brynjólfur Ingvarsson: Einn mest spennandi bardagi ársins. Yan virðist ósigrandi en Sandhagen trúi ég að verði hans erfiðasti bardagi. Ég held að Sandhagen eigi góða byrjun meðan Yan reynir að lesa hann. Yan mun þá standa kyrr með hendurnar háar og Sandhagen getur blandað beinum höggum, skrokkhöggum og lágspörkum sem ég held að muni valda Yan vandræðum. Yan gæti brugðist við eins og gegn Aldo og skipt yfir í southpaw og gert þannig stunguna erfiðari fyrir Sandhagen. Hann er líka líklegur til að grípa spörkin og taka Sandhagen niður. Bæði vegna þess að ég vil sjá Yan vinna til að fá rematchið vs. Aljo og af því ég þori ekki að spá á móti honum ætla ég að spá Yan sigri á dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Mjög spennandi bardagi sem ég tel að verði jafnari en margir halda. Yan er með mikið hype, af góðri ástæðu en ég held að margir séu að líta framhjá Sandhagen. Þetta verður hörku bardagi og mjög jafn sem Yan sigrar eftir dómaraákvörðun

Petr Yan: Pétur, Brynjólfur, Guttormur
Cory Sandhagen: ..

Léttvigt: Islam Makhachev vs. Dan Hooker

Pétur Marinó Jónsson: Stórt hrós á Dan Hooker fyrir að taka þessum bardaga og vera ennþá lengur frá fjölskyldu sinni. Hann fær smá auka pening fyrir það frá UFC en það er það eina sem hann græðir á þessu. Islam er að fara að wrestla hann í drasl og tekur þetta með uppgjafartaki í 3. lotu þrátt fyrir hetjulega baráttu Hooker.

Brynjólfur Ingvarsson: Makhachev er næsta level af wrestler og er annar sem maður þorir ekki að spá á móti. Hooker gæti þó valdið honum vandræði með lengdinni en bardaginn er í stóra búrinu svo Hooker hefur pláss til að dansa. Makhachev virðist einnig vilja sanna sig svolítið standandi og gæti það komið honum í vesen en aftur held ég að wrestlingið bjargi honum og hann sigri á dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Annað skemmtilegt match-up, frábær wrestler gegn góðum striker með langa limi. Ég hugsa að wrestlingið hjá Makachev reynist of stór biti og hann sigli þessu heim eftir slatta af fellum á dómaraákvörðun.

Islam Makhachev: Pétur, Brynjólfur, Guttormur
Dan Hooker: ..

Þungavigt: Alexander Volkov vs. Marcin Tybura

Pétur Marinó Jónsson: Gleymdur bardagi en samt alveg þokkalega áhugaverður. Þetta verður barátta um fjarlægðina. Volkov gerir engin mistök og hleypir Tybura ekki nálægt sér. Þokkalega þægilegur sigur fyrir Volkov eftir dómaraákvörðun.

Brynjólfur Ingvarsson: Volkov er með fína felluvörn og er nógu agaður til að sprengja sig ekki þegar hann meiðir Tybura. Volkov TKO lota 1.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að Volkov sé tæknilegri og takist honum að fylgja leikáætlun ætti hann að sigra þennan. Volkov eftir dómaraákvörðun.

Alexander Volkov: Pétur, Brynjólfur, Guttormur
Marcin Tybura: ..

Veltivigt: Li Jingliang vs. Khamzat Chimaev

Pétur Marinó Jónsson: Aðalbardagi fólksins eins og sagt er. Það eru allir að bíða eftir að Khamzat snúi aftur enda pínu óvissa með heilsuna hans eftir erfitt Covid. Khamzat er samt búinn að vera þokkalega heilsuhraustur síðan í apríl þannig að hann ætti að vera kominn í gott stand. Ég elska smá Lin Jingliang eftir rothöggið gegn Santiago Ponzinibbio en ég held að hann eigi ekki mikinn séns hér í kvöld. Þetta verður alvöru frammistaða hjá Khamzat en Li lifir lengur af en hinir. Khamzat með uppgjafartak í 3. lotu.

Brynjólfur Ingvarsson: Hér er spurningin hvernig Khamzat jafnar sig eftir covid. Ef hann er upp á sitt besta ætti hann að taka þennan bardaga og ég sé ekki ástæðu til að gera ráð fyrir að hann sé ekki upp á sitt besta. Khamzat TKO lota 2.

Guttormur Árni Ársælsson: Chimaev er rosalegur, ósigraður og barðist með 10 daga millibili í júlí á seinasta ári. Svo fékk hann Covid og var á tímabili sestur í helgan stein í kjölfar þess en hætti svo við að hætta. Ef við fáum full frískan Chimaev til leiks er hann að fara að valta yfir Li. Chimaev TKO önnur lota.

Li Jingliang:
Khamzat Chimaev: Pétur, Brynjólfur, Guttormur

Léttþungavigt: Magomed Ankalaev vs. Volkan Oezdemir

Pétur Marinó Jónsson: Þessi verður góður og er nokkuð mikilvægur fyrir léttþungavigtina. Magomed Ankalaev er mjög efnilegur í þessum flokki og blandar sér í titilbaráttuna með sigri. Volkan er alltaf hættulegur og getur vel bitið frá sér. Ég held að Ankalaev taki stórt skref í átt að titlinum með sigri hér í kvöld. Rothögg í 2. lotu.

Brynjólfur Ingvarsson: Er á Ankalaev lestinni. Hann er góður alls staðar, getur tekið bardagann niður ef hann er í veseni standandi en hann hefur góð spörk standandi, er langur og með góð gagnhögg. Oezdemir hefur litið vel út upp á síðkastið og er alvöru test en ég trúi á Ankalaev og held að hann klári bardagann í annarri lotu. Ankalaev TKO lota 2.

Guttormur Árni Ársælsson: Ankalaev er með verkfærin til að stjórna þessum bardaga en það má ekki vanmeta höggþunga Oezdemirs: 12 af 17 sigrum komið eftir rothögg. Ég segi að hann bæti því þrettánda við gegn Ankalaev. Oezdemir með KO í 1. lotu

Magomed Ankalaev: Pétur, Brynjólfur
Volkan Oezdemir: Guttormur

Heildarstig ársins:

Brynjólfur: 34-15
Óskar: 30-19
Pétur: 29-20
Sævar: 28-19
Guttormur: 24-23

spot_img
spot_img
Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular