spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpá MMA Frétta fyrir UFC 268

Spá MMA Frétta fyrir UFC 268

UFC 268 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Líkt og fyrir öll stóru kvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í veltivigt: Kamaru Usman gegn Colby Covington

Pétur Marinó Jónsson: Smá pirrandi að Colby hafi bara þurft að taka einn bardaga síðan hann tapaði fyrir Usman en mjög áhugaverður bardagi engu að síður. Síðan þeir mættust 2019 hafa báðir skipt um lið og hefur Usman klárlega bætt sig. Síðasti var óvænt skemmtilegur kickbox bardagi þar sem hvorugur reyndi eina fellu en að mínu mati ætti Colby að gera eitthvað öðruvísi að þessu sinni. Colby þarf að pressa, halda góðu tempói og blanda inn fellutilraunum til að vinna Usman. Að mínu mati mun Usman vinna aftur ef þetta helst standandi eins og síðast. Skrokkhöggin voru að virka mjög vel fyrir Usman síðast og tók það smá úr Colby og verður áhugavert að sjá hvort þau muni eitthvað sjást í þessum bardaga. Þetta verður hörku bardagi en tippa á að Usman vinni aftur en að þessu sinni með rothöggi í 4. lotu.

Brynjólfur Ingvarsson: Engin ástæða til að halda að þessi verði öðruvísi nema af því að Usman hefur litið enn betur út í síðustu bardögum og því möguleiki að hann roti Covington fyrr. Verður gaman að sjá hvort þeir glími eitthvað í þetta skiptið en þá býst ég einnig við að Usman sé sterkari þar. Usman KO lota 3.

Óskar Örn Árnason: Colby er cringe en má eiga það að hann býr til skemmtilegt andrúmsloft og fólk er spennt að sjá hann berjast og helst tapa. Til að Colby vinni held ég að hann verði að glíma og það er stórt spurningamerki hvernig það gengur á móti Usman (en mig langar að sjá það). Ég held að Usman labbi hann niður, stöffi takedown tilraunir og roti Colby fyrr en síðast. Usman, TKO 3. lota.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held að þetta verði góður bardagi en á þó erfitt með að sjá fyrir mér hvernig Colby ætlar að sigra þetta. Usman er sterkari allstaðar held ég bara og sé ekki fyrir mér að Colby geti valdið Usman vandræðum í glímu, en það væri þó gaman að sjá þá aðeins glíma. Usman klárar þetta með TKO í þriðju.

Kamaru Usman: Pétur, Brynjólfur, Óskar, Guttormur
Colby Covington: ..

Titilbardagi í strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Zhang Weili

Pétur Marinó Jónsson: Entist ekki lengi síðast en gæti orðið hörku bardagi núna. Rose Namajunas er ein sú tæknilegasta. Sé fyrir mér að hún muni halda fjarlægð með stungum, löngum spörkum og vera með sína fínu fótavinnu. Weili er að æfa með Cejudo og ætlar sennilega að wrestla meira. Býst við að hún muni reyna að gera þetta að smá dog fight og ekki leyfa Rose að berjast fallega. Weili gæti síðan hent inn lágspörkum til að taka hreyfanleikann frá Rose og reynt fellur til að brjóta upp ryðmann og þá erum við með hörku bardaga sem getur dottið beggja vegna. Ætla þó að tippa á Rose taki þetta aftur en í þetta sinn eftir dómaraákvörðun í mjög jöfnum bardaga.

Brynjólfur Ingvarsson: Þessi er erfiður að spá eins og fyrri bardaginn og lítið sem við lærðum þar. Ef Zhang nær að lenda lágspörkunum sínum fyrri hluta bardagans og fær Rose til að skiptast á höggum við sig og lendir þyngri höggunum gæti hún komist í hausinn á Rose og unnið seinni part bardagans. Zhang gæti einnig nýtt styrk sinn í clinchinu til að stjórna bardaganum og vinna þaðan. Rose kemur örugglega inn með gott gameplan og ég held að hún díli betur við spörkin núna. Ég hugsa að hún noti stunguna til að stjórna fjarlægðinni og lendi einstaka góðum vinstri krók sem gæti jafnvel sent Zhang í gólfið. Ég er Rose maður og held að hún taki þennan á dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Var fyrsti bardaginn einhverskonar fluke? Það er eiginlega spurningin, sérstaklega af því að rothöggið gerðist svo snemma. Weili er sennilega betri en svona heilt yfir en ég verð samt að hallast að Thug Rose í þessum. Ég held að hún sé með sálfræðilega yfirburði ofan á frábæra tækni og höggþyngd. Held að Weili endist aðeins lengur, segji KO í 2. lotu, Namajunas.

Guttormur Árni Ársælsson: Headkick KO hjá Rose eftir 1 mínútu í fyrstu viðureign þeirra svo við fengum ekki að sjá mjög almennilega hvernig bardaginn hefði þróast en ég held hins vegar að sá sigur gefi Rose ákveðið sálfræðilegt forskot. Og svo má ekki gleyma að það spark var fullkomlega sett upp; feikaði low-kick og fór upp á topp. Svo það er ekki eins og þetta hafi verið einhver grís. Ég held að Rose sé nógu lunkin til að sigla öðrum sigri heim og spái Namajunas sigri eftir dómaraákvörðun.

Rose Namajunas: Pétur, Brynjólfur, Óskar, Guttormur
Weili Zhang: ..

Bantamvigt: Frankie Edgar gegn Marlon Vera

Pétur Marinó Jónsson: Langar ekki að sjá Frankie Edgar vera að þessu mikið lengur. Marlon Vera er algjör hundur og honum er drullu sama þó Frankie sé eitthvað legend. Þetta verður ekki besti bardagi heims en Vera vinnur eftir dómaraákvörðun.

Brynjólfur Ingvarsson: Edgar hefur ekki átt sjö dagana sæla og hér er spurningin hversu búinn er hann. Þetta er bardagi gegn góðum andstæðing sem er samt winnable fyrir hann ef hann getur sýnt gamla takta. Ég held að hreyfingarnar og fellurnar verði of mikið fyrir Vera og að Edgar nái að díla vel við lágspörkin. Edgar á dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Ég held að þetta sé hættulegur bardagi fyrir 40 ára Frankie Edgar. Vera er 28 ára hungraður killer. Ég held að Chito klári Frankie í þriðju, TKO.

Guttormur Árni Ársælsson: Alvöru prófraun fyrir Chito gegn reynslubolta og fyrrum meistara. Mér hefur þótt hakan á Edgar vera að gefa eftir á undanförnum árum en áður fyrr var það oft það eina sem hélt honum inní bardögum. Ég segi að Chito komi með alvöru yfirlýsingu og roti Edgar í fyrstu.

Frankie Edgar: Óskar
Marlon Vera: Pétur, Óskar, Guttormur

Fjaðurvigt: Shane Burgos gegn Billy Quarantillo

Pétur Marinó Jónsson: Quarantillo getur verið mjög skemmtilegur og ekkert alltaf ábygur varnarlega. Shane Burgos er með drullu gott box og hann vinnur eftir dómaraákvörðun.

Brynjólfur Ingvarsson: Þessi verður þrusugóður, báðir labba bara áfram og eiga eftir að mætast í miðjunni og gefa allt. Burgos held ég að taki þennan með pressunni, hreinni tækni standandi og kálfaspörkunum. En það má aldrei vanmeta Billy Q, hann mætir alltaf í geggjuð formi og ef Burgos nær ekki að klára bardagann í fyrstu tveimur gæti hann lent í veseni í þriðju. Burgos TKO lota 2.

Óskar Örn Árnason: Þetta verður dogfight! Ég býst við chaos en er ekki viss um að þetta verði mjög langt. Tek sénsinn á Billy Q, hann er með meira momentum og er finisher. Billy Q, sub, 1. lota.

Guttormur Árni Ársælsson: Burgos hefur tapað seinustu tveim og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Ég held að þessi bardagi sé ágætis matchup fyrir hann og ef hann getur haldið pressu á Quarantillo. Burgos með sigur eftir dómaraákvörðun.

Shane Burgos: Pétur, Brynjólfur, Guttormur
Billy Quarantillo: Óskar

Léttvigt: Justin Gaethje gegn Michael Chandler

Pétur Marinó Jónsson: Einn mest spennandi bardagi ársins sem er ekki titilbardagi. Þarna eru tveir hundar að mætast en ég hef meiri trú á Gaethje en Chandler. Finnst Gaethje vera betri í að taka skaða en Chandler og Gaethje er nógu góður wrestler til að festast ekki undir Chandler í langan tíma. Gaethje klárar þetta í 3. lotu, TKO.

Brynjólfur Ingvarsson: Þessi er geggjaður, mjög spennandi bardagi sem báðir geta hæglega unnið. Felluvörn Gaethje leit ekki vel út í síðasta bardaga en enginn gerir það á móti Khabib. Ef Chandler nær jafn mótstöðulausum fellum verður þetta langt kvöld fyrir Gaethje en ég trúi að Gaethje nái að draga Chandler í að skiptast á höggum, sparka lappirnar undan Chandler og sigra höggskiptin. Ég held að lappirnar gefi sig á Chandler sem hefur átt í vandræðum með kálfaspörkin áður. Gaethje TKO lota 3.

Óskar Örn Árnason: Þvílík byrjun á main cardi. Þessi bardagi getur varla klikkað. Mér finnst samt að sigurvegarinn eigi ekki að fara strax í titilbardaga, vill fá Islam í það spot næst. Ég held að Gaethje ætti að vinna þennan bardaga nokkuð sannfærandi með góðu game plani frá Trevor Wittman. Gaethje, KO 2. lota.

Guttormur Árni Ársælsson: Þetta verður þrusuflottur bardagi. Báðir grjótharðir og með skemmtilega ólíkan stíl. Ég hugsa að sénsinn hjá Chandler verði snemma – hann þarf einhverja sprengju í fyrstu til að klára þetta. Ég spái því að Gaethje taki nokkrar bombur á hökuna í fyrstu, haldi áfram að labba Chandler niður og hakka lappirnar á honum hægt og rólega. Gaethje klárar þetta síðan í þriðju eftir að vera búinn að höggva lappirnar á Chandler niður. Gaethje TKO 3. lota

Justin Gaethje: Pétur, Brynjólfur, Óskar, Guttormur
Michael Chandler: ..

Heildarstig ársins:

Brynjólfur: 39-16
Óskar: 35-20
Pétur: 34-21
Guttormur: 28-25
Sævar: 28-19

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular