spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC on Fox 17

Spá MMA Frétta fyrir UFC on Fox 17

Í kvöld fer fram hörku bardagakvöld í Flórída þar sem barist er upp á léttvigtartitilinn. Pennar MMA Frétta spá í spilin fyrir kvöldið líkt og fyrir öll stóru bardagakvöldin.

Cerrone_dosAnjos

Titilbardagi í léttvigt: Rafael dos Anjos gegn Donald Cerrone

Pétur Marinó Jónsson: RDA leit ómannlega út gegn Anthony Pettis. Hann leit það vel út að maður spyr sig hvort að sami maður mæti til leiks eftir að strangara lyfjaeftirlit er nú við lýði. RDA er samt með stílinn til að vinna Donald Cerrone, mjög góða pressu (hnitmiðuð og aggressive), gott wrestling og solid höku. RDA tekur þetta eftir dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteins: Vonandi vinnur Cerrone, hann er minn maður. Ég held samt að RDA vinnur ef hann pressar svona vel á Cerrone eins og hann gerði gegn Pettis. Cerrone er ekki upp á sitt besta þegar hann fær pressu á sig eins og sást gegn Diaz. RDA eftir dómaraúrskurð. WAR CERRONE samt.

Óskar Örn Árnason: Ég var búinn að spá RDA sigri byggt á fyrsta bardaganum og hversu vel hann leit út gegn Pettis. Ég ætla hins vegar að láta hjartað ráða og skipta um skoðun. Spái því að RDA líti verr út en síðast út af auknum lyfjaprófunum og Cerronoe sigri eftir höfuðspark í 2. lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Ég held að þetta verði mun jafnari bardagi en seinast. Þeir gallar í vörn Cerrone sem RDA nýtti sér í fyrstu viðureign þeirra eru ekki lengur til staðar að mínu mati. Cerrone er orðinn mun betri að halda bardaganum í þeirri fjarlægð sem hann vill. Ég efast um þeir nái að rota hvorn annan og ætla því að spá að Cerrone taki þetta eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Þetta er ár nýrra meistara og ég hef trú á því að Cerrone verði meistari á laugardaginn. Hann hefur litið sífellt betur út og ég held að hans tími sé kominn. Cowboy vinnur eftir spark í skrokkinn. Conor og Cowboy keppa svo um léttvigtartitilinn á nýju ári.

Rafael dos Anjos: Pétur, Brynjar
Donald Cerrone: Óskar, Eiríkur, Guttormur.

alistair overeem junior dos santos

Þungavigt: Junior dos Santos gegn Alistair Overeem

Pétur Marinó Jónsson: Maður hefur beðið lengi eftir þessum bardaga. Það hallast að mér sá grunur að þetta gætu orðið smá vonbrigði og verði frekar leiðinlegur þriggja lotu bardagi þar sem báðir verða hikandi og koma með fá högg. Ég held að dos Santos eigi eftir að taka þetta eftir dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteins: Held að þeir séu báðir búnir. JDS verður ekki samur eftir að Cain barði lífsvessana úr honum og án steranna þá hefur Overeem of marga kílómetra á vélinni. Vona að Overeem vinni og held að hann vinni með rothöggi í annarri.

Óskar Örn Árnason: Báðir hafa dalað en hafa þó báðir höggþunga og talsverða getu. Ég held að báðir verði mjög varkárir sem gæti skilað leiðinlegum bardaga en trúi því samt að JDS finni leið til að rota Overeem, segjum í þriðju lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Overeem var aðeins góður í Pride þar sem hann tók alla þá stera sem hann fann. Eftir að hann kom í UFC hefur hann verið hálfgerður brandari. Þetta ætti að vera auðveldur bardagi fyrir Junior dos Santos sem tætir hann í sundur og klárar baradgann með TKO í fyrstu lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: JDS er of höggþungur og Overreem er með glerhöku. Rothögg í annari.

Junior dos Santos: Pétur, Óskar, Eiríkur, Guttormur.
Alistair Overeem: Brynjar.

michael johnson nate diaz

Léttvigt: Nate Diaz gegn Michael Johnson

Pétur Marinó Jónsson: Michael Johnson er orðinn svo ógeðslega góður. Virkilega gaman að sjá hann berjast og sjá framfarirnar hjá einum manni. Var ekkert nema semi wrestler í TUF en er orðinn mjög fær alhliða bardagamaður í dag. Ég hef aldrei verið Diaz maður og að mínu mati er augljóst hvernig á að vinna Diaz bróðir, lowkicks og hringsóla í kringum hann. Diaz er ekki með þetta ringcraft sem góðir pressubardagamenn hafa og sker búrið illa. Johnson útboxar hann og sigrar eftir dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteins: MJ er búin að líta rugl vel út upp á síðkastið. Það er ekki hægt að segja það sama um Diaz. Hann hefur hægt og rólega orðið slakari. Þetta mun ekki verða gott kvöld fyrir mig og MJ vinnur eftir dómaraúrskurð.

Óskar Örn Árnason: Það verður gaman að sjá Diaz aftur en hann hefði átt að fá auðveldari andstæðing. MJ mun útboxa og sparka hann, verjast fellum og sigra örugglega á stigum.

Eiríkur Níels Níelsson: Johnson mun hægt og rólega taka Diaz í sundur. Hann á eftir að refsa Diaz með spörkum og halda bardaganum standandi. Johnson sigrar eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Michael Johnson er búinn að bæta sig ótrúlega mikið. Hann sigrar Diaz eftir dómaraúrskurð í skemmtilegum bardaga.

Nate Diaz:
Michael Johnson: Pétur, Brynjar, Óskar, Eiríkur, Guttormur.

oliveira jury

Fjaðurvigt: Charles Oliveira gegn Myles Jury

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er erfiðasti bardaginn til að spá í að mínu mati. Að mínu mati er the jury still out með Miles Jury (pun intended) og er ég ekki alveg viss hversu góður hann er. Oliveira er fáranlega góður að ná mönnum í uppgjafartök en finnst eins og hann brotni stundum undan mikilli pressu. Oliveira náði ekki tilsettri þyngd í gær (í fjórða sinn í UFC) en ég gæti séð báða vinna. Ég ætla þó að segja að Jury vinni eftir dómaraákvörðun.

Brynjar Hafsteins: Úff, góður bardagi. Var óviss um útkomuna en ég hallast nú meira að Jury þar sem Oliveira náði ekki tilsettri þyngd í gær. Jury með rothöggi í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Jury kemur tvíefldur í fjaðurvigtina en Oliveira reynist of stór biti. Oliveira sigrar með uppgjafartaki í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Jury er annar aðili sem hefur bætt sig gífurlega undanfarið. Sigur eftir dómaraúrskurð.

Charles Oliveira: Óskar
Miles Jury: Pétur, Brynjar, Guttormur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Vá hvað þið voruð allir langt frá þessu;) sérstaklega Eiríkur Níels sem veit greinilega lítið um söguna í MMA. Overeem var la la í Pride þar sem að hann keppti í 205 punda flokknum og var mjög grannur og slánalegur en það var ekki fyrr en hann fór að keppa í Strikeforce og Dream sem að hann leit út eins og einhver ofurhetja og það var þá sem að hann tók alla þá stera sem að hann fann.
    Brynjar Hafsteins var með þetta spot on í JDS vs Reem bardaganum vel gert þar.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular