UFC 224 fer fram í kvöld þar sem þær Amanda Nunes og Raquel Pennington mætast í aðalbardaga kvöldsins. Spámaður helgarinnar að þessu sinni er Bjarki Þór Pálsson.
Bjarki Þór Pálsson er einn færasti bardagamaður þjóðarinnar og fylgist auðvitað vel með MMA heiminum. Þá er hann að auki yfirþjálfari og einn af eigendum RVK MMA og fékk brúna beltið í brasilísku jiu-jitsu í gær. Skulum gefa honum orðið.
Millivigt: Vitor Belfort gegn Lyoto Machida
Tveir ansi gamlir að mætast, 41 árs Belfort og 39 ára Lyoto ‘The Dragon’ Machida. Mér finnst Machida vera aðeins ferskari og hann tekur eitt dragon head kick í 2. lotu.
Bantamvigt: John Lineker gegn Brian Kelleher
John Lineker er harður lítill naggur en hann tekur þetta eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt: Mackenzie Dern gegn Amanda Cooper
Öll töpin hjá Cooper eru eftir uppgjafartak á meðan Mackenzie er ein sú besta í heimi í gólfinu. Þeir eru að fæða hana Cooper og Mackenzie tekur þetta með uppgjafartaki í 1. lotu.
Millivigt: Kelvin Gastelum gegn Ronaldo ‘Jacare’ Souza
Þetta verður spennandi og klárlega besti bardagi kvöldsins. Jacare aðeins kominn á aldur en samt alltaf öflugur. Ég held að Kelvin muni bara taka sprawl and brawl gaddemit á Jacare og rota hann í 2. lotu.
Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Raquel Pennington
Pennington er góð og grjóthörð en Nunes bara betri. Ég held að Nunes komi inn með gott gameplan og taka frekar óspennandi sigur eftir dómaraákvörðun. Nunes eftir dómaraákvörðun.