Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 224

Spá MMA Frétta fyrir UFC 224

UFC 224 fer fram í kvöld í Ríó de Janeiró í Brasilíu. Líkt og fyrir öll stóru bardagakvöldin birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Embed from Getty Images

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Raquel Pennington

Pétur Marinó Jónsson: Fyrst þegar þessi bardagi var settur saman hugsaði ég að þetta væri bara easy sigur fyrir Nunes en núna er ég ekki svo viss. Mig langar næstum því að segja að Pennington vinni en finnst það aðeins of langsótt. Ég vona að Nunes taki kraftinn á þetta eins og hún gerði gegn Rondu, Tate og McMann og ætli sér bara að rota Pennington strax. Það væri skemmtilegra að sjá í staðinn fyrir varkáru Nunes eins og við sáum gegn Valentinu Shevchenko síðast. Pennington er þó mjög hörð, er fín í clinchinu þar sem hún gæti þreytt Nunes og gert þetta að smá dogfight. Ef þetta verður einhver dogfight gæti ég trúað því að Nunes myndi gasa út og tapa þannig. Þó að Pennington sé hörð ætla ég samt að segja að Nunes nái að stoppa hana. Nunes með TKO í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Nunes var gagnrýnd fyrir frammistöðu sína gegn Shevchenko og mun koma til leiks hér staðráðin í að sanna sig, eins fáránlega og það hljómar fyrir konuna sem pakkaði saman Rondu og Tate. Pennington á ekki séns hér og Nunes sigrar eftir TKO í annarri.

Arnþór Daði Guðmundsson: Það eru engir andstæðingar eftir fyrir Nunes í bantamvigtinni. Mig langar að sjá Nunes vs. Cyborg. Þangað til það gerist (sem verður líklega aldrei) munum við sjá svipaða sögu og er að gerast með Cyborg. Nunes er bara skrefinu á undan restinni í þyngdarflokknum og mun halda áfram að sigra hverja á fætur annarri. Í kvöld mun það ekkert breytast þar sem ég held að Pennington sé einfaldlega ekki nógu góð til að sigra Nunes. Held samt að þetta fari allar 5 loturnar, en ekki TKO. Nunes sigrar eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Sjaldan hef ég haft jafn litla trú á titiláskoranda og nú. Held að Nunes sé betri alls staðar, Nunes sigrar með submission í þriðju.

Amanda Nunes: Pétur, Guttormur, Arnþór, Óskar
Raquel Pennington:

Embed from Getty Images

Millivigt: Kelvin Gastelum gegn Ronaldo ‘Jacare’ Souza

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er alveg 50/50 bardagi í mínum huga. Felluvörnin hjá Gastelum hefur verið frekar slöpp í millivigtinni og það er slæmt ef þú ert að fara að mæta Jacare. Gastelum er þó með drullu góðar hendur og mun hraðari en Jacare. Mér finnst Gastelum oft vera frekar kærulaus þegar menn eru að reyna að ná honum niður en ég trúi ekki öðru en að hann reyni hvað hann getur til að halda bardaganum standandi gegn Jacare – annað væri bara heimskulegt. Mér finnst Jacare smá vera á niðurleið og þó mig langi mikið að sjá hann fá titilbardaga held ég að það sé ekki að fara að gerast. Ég ætla að segja að Gastelum nái að halda þessu standandi, í það minnsta standa upp ef hann er tekinn niður og rotar svo Jacare í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Jacare er minn maður og mætir hér erfiðum andstæðingi í Kelvin Gastelum. Gastelum er ekki með frábæra felluvörn þrátt fyrir að vera wrestler að upplagi og ég gæti alveg séð þennan bardaga enda í gólfinu. Gastelum virðist ekki vera með hausinn á réttum stað og ég spái því að krókódíllinn geri eina síðustu atlögu að titilinum. Jacare með sigur eftir uppgjafartak í þriðju lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Áhugaverður bardagi fyrir báða aðila. Sá sem sigrar bardagann ætti með réttu að fá titilbardaga. Tapi Jacare er útlitið orðið svart fyrir hann, 38 ára gamall, en hann leit þó vel út í síðasta bardaga sínum gegn Brunson. Hann þarf að eiga gott kvöld. Gastelum gæti á ótrúlegan hátt tryggt sér titilbardaga í millivigtinni með sigri í kvöld. Það er ekki langt síðan það var óhugsandi, þar sem hann var að ströggla í veltivigtinni. Hefur litið ótrúlega vel út í millivigtinni og gæti gert góða hluti eins og Robert Whittaker hefur verið að gera eftir að hafa fært sig upp. Ég trúi á ævintýri og sé Gastelum sigra. Gastelum sigrar eftir TKO í 2. Lotu.

Óskar Örn Árnason: Ég held að Jacare sé á útleið og að Kelvin taki þetta með TKO, svipað og Robert Whittaker gerði. Kelvin Gastelum með TKO í fyrstu lota.

Kelvin Gastelum: Pétur, Arnþór, Óskar
Ronaldo ‘Jacare’ Souza: Guttormur

Embed from Getty Images

Hentivigt: Mackenzie Dern gegn Amanda Cooper

Pétur Marinó Jónsson: Upphaflega hefði ég haldið að Dern myndi bara klára Cooper í gólfinu enda eru öll þrjú töp Cooper eftir uppgjafartök. En eftir að Dern skeit á sig í vigtuninni, var beðin um að yfirgefa The MMA Lab, missti af fluginu sínu og er sögð taka æfingunum frekar kæruleysislega verð ég að breyta um skoðun. Ég held hún sé ekki að taka þessu nógu alvarlega og Cooper muni vinna eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég held yfirleitt alltaf með góðum jiu-jitsu keppendum í MMA en Mackenzie Dern er að gera það virkilega erfitt að halda með henni. Þessi margfaldi heimsmeistari í BJJ virðist ekki hafa neinn sérstakan áhuga á að æfa alvarlega fyrir MMA. Hér er UFC búið að handvelja þægilegan andstæðing fyrir hana og þá mætir hún 7 pundum of þung á vigtina, sem er alveg fáránlegt þegar bardaginn er í 116 pundum. Ég held þó að gólfglíman hjá Dern reynist of sterk fyrir Cooper. Dern með sigur eftir uppgjafartak í annarri lotu.

Arnþór Daði Guðmundsson: Dern er ein vinsælasta bardagakona heims, þó að ferillinn sé ekki langt kominn. Það eru tveir hlutir sem hafa haldið aftur af henni, boxið og vigtin. Í gær náði hún ekki vigt í enn eitt skiptið og var sjö pundum yfir strávigtarmarkinu. Bardaginn fer þó fram í 123 punda hentivigt en nokkuð ljóst að UFC mun senda hana upp í fluguvigtina (125 pund). Amanda Cooper er þannig lagað óskrifað blað fyrir mér. Ég sá hana tapa fyrir Cynthiu Calvillo í fyrra þar sem hún heillaði mig ekki. Dern sigrar eftir Rear Naked Choke í 2. Lotu.

Óskar Örn Árnason: Dern er með hype-ið en Cooper virkar miklu einbeittari og tilbúin í þetta. Held að Cooper taki óvæntan sigur á stigum.

Mackenzie Dern: Guttormur, Arnþór
Amanda Cooper: Pétur, Óskar

Embed from Getty Images

Bantamvigt: John Lineker gegn Brian Kelleher

Pétur Marinó Jónsson: Brian Kelleher er harður og vann Renan Barao síðast. Lineker er líka harður og gæti þetta orðið bara mjög skemmtilegur bardagi. Ég segi að Lineker taki þetta eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Þetta gæti orðið hörku slugfest. Ég hef alltaf gaman af því að horfa á Lineker, rosalega höggþungur og villtur. Eftir að hafa séð bardagann gegn Barao held ég þó að Kelleher sé of snjall og sigri á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Alltaf gaman að sjá Lineker berjast því það er ávísun á KO. Ennþá skemmtilegra að hann náði vigt! Annars er Lineker nálægt toppnum í bantamvigtinni og gæti fengið stóran bardaga eftir þennan ef hann nær að sigra. Kelleher sigraði Renan Barao í síðasta bardaga sínum og er lunkinn líka og gæti náð að stela sigrinum. Held samt að múrsteinarnir sem Lineker geymir í hönskunum geri út um þennan bardaga.
Lineker sigrar eftir KO í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Kelleher er spennandi gaur og gæti náð langt. Ég elska Lineker en tek Kelleher á stigum.

John Lineker: Pétur, Arnþór
Brian Kelleher: Guttormur, Óskar

Embed from Getty Images

Millivigt: Lyoto Machida gegn Vitor Belfort

Pétur Marinó Jónsson: Tveir gamlir sem eru alveg á síðasta snúningi en held að Machida eigi meira eftir. Verður held ég ekkert sérstaklega fjörugur bardagi en held að Machida taki þetta eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Tvö gömul ljón að syngja sitt síðasta. Belfort hefur átt ótrúlegan feril; keppt þrisvar við bæði Randy Couture og Dan Henderson, keppt um titilinn við Anderson Silva, Chris Weidman og eflaust sá sem hefur komist næst að stöðva Jon Jones. Að því sögðu held ég að Machida sé slæmt match-up fyrir Belfort. Machida sigrar eftir dómaraákvörðun og Belfort leggur hanskana á hilluna.

Arnþór Daði Guðmundsson: Gamli skólinn vs. Gamli skólinn. Magnað að þessi bardagi hafi aldrei verið settur saman áður. Síðasti bardaginn hans Vitor, en ef maður þekkir hann rétt þá mun hann berjast til fimmtugs. Báðir eru komnir af léttasta skeiði og sigur mun gera lítið fyrir feril hvorugs. Þetta er einungis augnakonfekt fyrir okkur sem hefur lengi langað að sjá þennan bardaga. Belfort sigrar eftir TKO í 2. Lotu.

Óskar Örn Árnason: Þetta fer ekki yfir eina lotu, annar verður rotaður. Skýt á að Vitor roti Machida í sínum síðasta bardaga.

Lyoto Machida: Pétur, Guttormur
Vitor Belfort: Arnþór, Óskar

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular