UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Spámaður helgarinnar að þessu sinni er Diego Björn Valencia.
Diego Björn Valencia er 3-3 sem atvinnumaður en hann barðist við Luke Trainer í síðasta mánuði en þurfti að sætta sig við tap. Diego fylgist auðvitað vel með UFC, gefum honum orðið.
Titilbardagi í bantamvigt: Henry Cejudo gegn Marlon Moraes
Ég vona að þetta verði jafn og skemmtilegur bardagi. Moraes er búinn að líta mjög vel út og er mjög explosive. En mig grunar að Cejudo sé að fara nota wrestlingið sitt og þreyta Moraes og klárar hann svo í championship rounds. King of cringe er ekki að fara neitt.
Titilbardagi í fluguvigt kvenna: Valentina Schevchenko gegn Jessica Eye
Ég held að þetta verði domination hjá Valentinu. 50-45 og ekki ein fella í 25 mínútur.
Léttvigt: Tony Ferguson gegn Donald Cerrone
Þetta verður mjög líklega Fight of the Night. Báðir menn aldrei í leiðinlegum bardögum. Cerrone að taka þriðja bardagann sinn á árinu í júní! Og hann er á 3 fight win streak. Á meðan barðist Ferguson bara einu sinni 2018 og einu sinni 2017. Og búinn að vera í tómu tjóni undanfarið með einkalífið. Ég held að þetta verði stríð frá fyrstu lotu og því miður eins mikið og ég elska Cowboy og þoli ekki Ferguson sem karaktera, þá held ég að Ferguson vinni þetta því hann er mögulega einn af fáum sem er klikkaðri en Cowboy. Þessi bardagi fer aldrei í decision. Ferguson TKO í 2. lotu.
Bantamvigt: Jimmie Rivera gegn Petr Yan
Þetta eru tveir menn með svakaleg record. Rivera 22-3 og Yan er ósigraður í UFC og er 12-1. Ætti að verða mjög tæknilegur og flottur bardagi. En ég held að Rivera sé aðeins of stór biti fyrir Yan. Rivera tekur þetta á decision.
Þungavigt: Blagoy Ivanov gegn Tai Tuivasa
Sá þessa nýlega báða tapa á móti Junior Dos Santos. Ivanov í frekar leiðinlegum bardaga minnir mig sem fór allar fimm loturnar. En Tuivasa fór í slugfest og var rotaður í 2. lotu. Ég held að Ivanov taki þetta á decision því hann er með svaka höku og ætti að geta lifað af storminn snemma í bardaganum.