Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpámaður helgarinnar: Ingþór Örn Valdimarsson

Spámaður helgarinnar: Ingþór Örn Valdimarsson

Ingþór að klára "armbar" í undanúrslitum opna flokksins.
Ingþór að klára “armbar” í undanúrslitum opna flokksins.

Spámaður helgarinnar er Ingþór Örn Valdimarsson, framkvæmdastjóri og yfirþjálfari Fenris á Akureyri. Við fengum Ingþór, sem er mikill UFC aðdáandi, til að spá fyrir um bardagana á UFC on Fox 9 kvöldinu sem fer fram á laugardaginn. Við gefum Ingþóri orðið.

Þetta er pínu erfitt card að spá, þar sem í öllum þessum bardögum eru topp 5-10 gæjar í sínum flokkum, nema kannski Mac Danzig. Það eru kannski nokkrir sem eru ekkert spenntir fyrir þessu cardi þar sem það er ekki troðið af þungarviktar hausaveiðurum, en ég hins vegar er búinn að bíða svolítið eftir þessu cardi þar sem talent levelið er rugl hátt í öllum þessum 4 bardögum.

Demetrious Johnson vs. Joseph Benavidez

Rematch hjá ákaflega jöfnum þó ólíkum köppum, en ef Joseph klárar ekki Magna Mús, þá held ég að ákvörðun dómaranna endi hjá Demetrious þar sem meistarinn nýtur alltaf vafans. Ég ætla hins vegar að spá Benavidez sigri. Gott wrestling og gríðarlega bættir sparkhnefleikar hans eftir að Duane Ludwig tók yfir Team AM sem yfir striking þjálfari.

Benavidez -nýr meistari- TKO 4. lotu

Urijah Faber vs. Michael McDonald

Hérna horfir öðruvísi við, McDonald er striker með gríðarlega yfirburði standandi en glíman og gólfið tilheyra Kaliforníu krakkanum. Faber mun loka fjarlægðinni öruggt, sýna meiri tilþrif í counter höggum eftir tilkomu Ludwig í gymmið og ná honum niður, þaðan mun hann stjórna honum og klára með uppgjafartaki.

Faber – Uppgjafartak lota 3

Chad Mendes vs. Nik Lentz

Þessi er snúinn en ég set ímyndaðan pening á Money Mendes, bara þó vegna þess að hann er að koma úr insane campi með Benavidez og Faber. Einnig hef ég trú á Team Alpha Male núna eftir að þeir fengu Duane Ludwig til liðs við sig. Ludwig hefur gert strikingið þeirra meira accurate og crisp en það hefur alltaf vantað hjá þeim til að complementa þetta frábæra MMA-væna wrestling og ground control. Nik er þó hokinn af reynslu, er t.a.m. með 12 bardaga í UFC, meðan Chad er með 16 MMA bardaga allt í allt, og mun þessi reynsla tryggja það að það verða engin aulamistök gerð af sinni hálfu og engin tækifæri gefin til að ljúka bardaganum á rothöggi eða á uppgjöf.

Chad Mendes – Decision

Joe Lauzon vs. Mac Danzig

Joe Lauzon fær rothögg kvöldsins eða uppgjafartak kvöldsins á kostnað Danzig, hef yfirleitt horft til Danzigs sem lyklapétur fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref upp í topp 15 í sínum þyngdarflokk, og Lauzon hefur alltaf verið hátt skrifaður í mínum bókum.

Joe Lauzon – Submission lota 2

Yfir þetta litið þá segji ég að Team Alpha Male “Grand Slammi” kvöldið og Lauzon byrji kvöldið fyrir okkur með stíl.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular