spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Kolbeinn Kristinsson (UFC 220)

Spámaður helgarinnar: Kolbeinn Kristinsson (UFC 220)

UFC 220 fer fram í nótt þar sem barist verður upp á þungavigtartitil UFC. Af því tilefni fengum við boxarann Kolbein Kristinsson til að spá í helstu bardaga helgarinnar.

Kolbeinn Kristinsson er 9-0 sem atvinnumaður í boxi. Hann keppir í þungavigt er mjög spenntur fyrir titilbardaganum í kvöld í þungavigtinni. Kolbeinn pælir mikið í bardögum, hvort sem það er í MMA eða boxi. Gefum honum orðið.

Bantamvigt: Thomas Almeida gegn Rob Font

Thomas Almeida hefur alltaf heillað mig, flott striking og skemtilegur stíll. En að láta Cody Carbrandt murka sig og tapa svo eftir dómaraákvörðun síðast á móti Jimmie Rivera hefur örugglega haft mikil áhrif á hann andlega. Hann er að fara á móti Rob Font sem tapaði sínum síðasta bardaga með uppgjafartaki í 1. lotu gegn Pedro Munhoz. En hann hefur tvisvar sinnum fengið fengið ‘Performance of the night’ og er því ekkert einhver sem er bara kominn til að ‘collecta paycheck’.

Ég held að Almeida sé bara hálf til staðar andlega en eigi eftir að byrja rosalega sterkur en fjara út þegar líður á bardagann þar sem hann á ekki eftir að stoppa Rob. Rob Font vinnur svo eftir dómaraákvörðun.

Titilbardagi í léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Volkan Dezdemir

Hérna erum við með Cormier, sem má segja sé besti léttþungavigtarmaður í heimi þar sem er enginn Jon Jones. Hann var nokkuð illa rotaður af þeim síðarnefnda 29. júli og fékk beltið aftur stuttu seinna út af ruglinu á Jones. Hvernig hann hefur jafnað sig eftir rothöggið er það sem allir spyrja sig að, hversu slæm áhrif hafði það og í hversu langan tíma? Fyrir tapið gegn Jones var hann auðvitað búinn að éta bombur áður en haldið gat áfram.

Margir vilja líkja hökunni við múrvegg sem er alltaf verið að berja í með litlum hamri og á endanum brotnar veggurinn. Spurningin er hvort sá tími sé komin hjá Cormier.

Svo erum við með Volkan sem engin virðist þekkja, sem er svo sem ekki skrítið. Hans fyrsti bardagi í UFC var 4. febrúar 2017 og nú tæpu ári seinna er hann að berjast um titillinn. Léttþungavigtin er kannski svolítið þunn talent wise og tvö sirka 30 sekúndna rothögg í röð hentu Volkan beint í titilbardaga. Áður en Rumble Johnson setti hanskana á hilluna var Volkan eini gaurinn sem langaði að sparra og æfa með Rumble sem undirstrikar bara aftur hvers konar maður hann er.

Ég veit ekki hvort Cormier hafi eiginleikann til að taka höggum eins og hann hafði, þótt hann sé með risa haus. En aftur á móti er hann líklega besti wrestler í MMA og var að kasta þungavigtarmönnum á hausinn áður en hann hætti að borða pizzur. Og það er það sem ég held að muni gerast, hann wrestlar Volkan í drasl og stoppar hann í gólfinu…. eða… Volkan kemur út og neglir hann og stoppar hann á 45 sekúndum. Segjum að Cormier klári hann í 3. lotu.

Embed from Getty Images

Titilbardagi í þungavigt: Stipe Miocic gegn Francis Ngannou

Ég er bæði mjög spenntur og smá kvíðinn fyrir þessum bardaga. Hér höfum við the working class hero, part time slökkvuliðsmanninn Stipe Miocic á móti mennsku górillunni Francis Ngannou. Ekki meint á niðrandi hátt enda eru Silverback górillur með hættulegustu dýrum í heimi og hann er mennsk útgáfa af þeim. Sem er hálf hræðilegt og veldur mér smá kvíða fyrir þetta.

Stipe er háskóla (collage) wrestler sem tók sér tíma þegar hann byrjaði að keppa í MMA, minnir eitt og hálft ár í að vinna í boxinu sínu. Enda er það að mínu mati landbesta bakgrunnsblandan í MMA, box og wrestling (tölurnar bakka það upp).

Eftir að hafa tapað fyrir Junior dos Santos 2014 breytti hann viðhorfi sínu og hætti að vera tilfinningalega tengdur niðurstöðu bardaganna. Það hefur svoleiðis borgað sig, fimm rothögg í röð og allt á móti heimsklassa andstæðingum.

Ngannou byrjaði að æfa MMA fyrir fjórum árum og hefur klárað tíu bardaga í röð (þrjá eftir uppgjafartök, sjö rothögg). Hann á eitt hrikalegasta rotthögg sem ég hef séð þegar spádómur hans við Overeem „Saturday, you go to sleep“ rættist með rothöggi sem gerði flesta meira óttaslegna en glaða. Hann nánast býr núna í UFC Performance Institure í Vegas sem á að vera flottasta æfingaaðstaða í heimi í MMA og þar skelfa menn á hverjum degi.

Ég er smá sökker fyrir underdogs sem Stipe er í þessum bardaga. Rosalega skrítið að meistari á 5 KO sigurgöngu sem underdog, en hvað um það. Ég held (vona) að hann eigi ekkert eftir að verða smeykur að vera læstur í búri með Ngannou. Hann mun nota fótavinnuna til að taka ekki skaða standandi og glímuna sína til að taka Ngannou niður og refsa honum aðeins þar og stoppar hann svo seinna í bardaganum. Eða Ngonnou kemur út eins og Donkey Kong og murkar Stipe á einni lotu..annað hvort. Segi Stipe Miocic með TKO í 5. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular