spot_img
Thursday, January 2, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Kolbeinn Kristinsson (UFC 244)

Spámaður helgarinnar: Kolbeinn Kristinsson (UFC 244)

Mynd: Baldur Kristjánsson.

UFC 244 fer fram í kvöld þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mætast í aðalbardaga kvöldsins. Atvinnuboxarinn Kolbeinn Kristinsson er spámaður helgarinnar fyrir þetta risa bardagakvöld.

Kolbeinn er ósigraður sem atvinnumaður en hann er 11-0 sem atvinnumaður og vonast eftir að fá bardaga í lok árs. Til að spá fyrir um Baddest Motherfucker titilinn þarf alvöru BMF og það er Kolbeinn svo sannarlega! Kolbeinn hefur nokkrum sinnum verið spámaður helgarinnar og hefur skuggalega oft rétt fyrir sér. Gefum honum orðið.

BMF titill: Jorge Masvidal gegn Nate Diaz

Allt við þennan bardaga öskrar veisla. Tveir alvöru gaurar, ekkert trashtalk til að fá meira áhorf rugl, engir mindgames, bara mæta og rífa hausinn af þeim sem þeir eru matchaðir á móti eða allavega reyna það.

Á blaði er þetta Masvidals bardagi til að vinna. Stærri og þyngri gaur með kraft í höndunum. Á meðan Nate er með minni ramma og er að lemja þig með volume yfir langan tíma til að brjóta þig í stað þess að lenda einum good morning.

Miðað við tólin sem Masvidal hefur gæti hann tekið þennan bardaga með því að halda fjarlægð, sparka í lappir, stutt combos og hreyfa sig. Vinna þar með á stigum.

En við vitum öll að það er ekki að fara gerast. Diaz er að fara að tala við hann allan tímann og líklega einhvern tímann í fyrstu 2-3 lotunum standa í miðju búrinu, benda niður og biðja um tá í tá stríð. Og allir sem vita eitthvað um Masvidal vita að hann er ekki að fara gera annað en nákvæmlega það þegar að þessu kemur. Þá skiptir engu máli hvernig bardaginn er á blaði, Nate Diaz er a dog og í dog fight sveiflast þetta Nate í hag.

Ég er nokkuð viss um að allt fyrir ofan eigi eftir að eiga sér stað. Masvidal á eftir að byrja betur, líka því Nate er vanur að byrja hægt. Svo í annarri eða þriðju lotu breytist þetta í dog fight og The Nate Diaz show. Nate Diaz vinnur eftir dómaraákvörðun.

Millivigt: Darren Till gegn Kelvin Gastelum

Darren Till var titlaður sem næsta súperstjarna UFC og látinn berjast við of stóra fiska of fljótt sem endaði með að Woodley rotaði hann í titilbardaga og Masvidal rotaði hann svo núna um daginn. Á móti er Gastelum að koma af tapi gegn Israel Adesanya þar sem hann tók verri hlutann af beatdowni þegar leið á bardagann.

Þeir eru báðir örvhentir og þá mun fremri handar slagurinn fyrir utan ráða úrslitum. Þar held ég að Till muni reyna halda sér og nota bein högg og spörk mikið á meðan Gastelum mun reyna að loka fjarlægðinni og ná Till í návíginu þar sem Till hefur verið mjög berskjaldaður og á það til að hækka sig þegar hann er pressaður afturábak. Þessi verður mjög góður og erfitt að velja sigurvegara en ofast vinnur góður stór gaur, góðan lítinn gaur. Darren Till vinnur eftir dómaraákvörðun.

Veltivigt: Stephen Thompson gegn Vicente Luque

Karate vs. Muay Thai þegar grunnt er litið yfir bardagann. Týpa af andstæðing sem Wonderboy of old lét líta mjög illa út og lamdi þá smá í klessu. En hann hefur dalað mikið upp á síðkastið með aðeins 1 sigur í síðustu 5 bardögum og m.a tap í síðasta bardaga á móti Anthony Pettis sem one punch rotaði hann. Vicente er mjög grimmur fighter, labbar þig niður allan tímann og leitast eftir að skaða þig eins mikið og hann getur.

Sparka fæturnar í drasl og koma svo með högg í hausinn þegar fæturnir eru farnir að hægjast er solid taktík hjá Muay Thai vs. Karate stílum sem hefur verið að virka. Sem er einmitt það sem ég held að gerist í þessum bardaga. Vicente Luque með rothögg í 3. lotu.

Þungavigt: Derrick Lewis gegn Blagoy Ivanov

Ivanov er góður counter puncher sem heldur hausnum af miðjunni þannig það er smá tricky að hitta hann, plús hann er vel conditionaður íþróttamaður á móti The Black Beast sem einmitt nennir bara æfa í 30 mínútur á dag (á enn eftir að fá það afsannað) og enga alvöru tækni til að tala um. Fyrir utan þegar hann vann Ngannou þá er gameplanið oftast bara að leyfa hinum að berja sig og vona að hann sofni á verðinum og bomba yfirhandar hægri og stela bardaganum. Ég aftur á móti held að Ivanov verði agaður í strikinginu og læri af mistökum annarra. Blagoy Ivanov vinnur eftir dómaraákvörðun.

Léttvigt: Kevin Lee gegn Gregor Gillespie

Kevin Lee er að koma af tapi moti Rafael dos Anjos í veltivigtinni og 3 töp í síðustu 4 bardögum. Mætti segja að augnablikið sé ekki með honum og því gott taktískt match fyrir Gregor Gillespie. Gregor er Div 1 wrestling champ, 13-0 og titlaður next big thing í léttvigtinni. Þetta er step up fyrir hann en ef hann vinnur er hann the real deal. Ég held hann geri það, Gillespie eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular