spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Luka Jelcic (UFC 259)

Spámaður helgarinnar: Luka Jelcic (UFC 259)

UFC 259 fer fram um helgina þar sem þrír titilbardagar eru á dagskrá. Þetta verður alvöru bardagakvöld og er spámaður helgarinnar að þessu sinni Luka Jelcic.

Króatinn Luka Jelcic er MMA þjálfari í Mjölni en hann barðist hjá Bellator áður en hann þurfti að leggja hanskana snemma á hilluna vegna meiðsla. Luka var atvinnumaður í tæpan áratug og barðist víðs vegar um heiminn. Skulum gefa honum orðið.

Titilbardagi í léttþungavigt: Jan Blachowicz gegn Israel Adesanya

Það verður áhugavert að sjá hvort Adesanya, sem er mun minni, geti gert meitt Blachowicz. Jan Blachowicz er mun stærri en Adesanya. Adesanya gæti unnið ef þetta helst í langri fjarlægð þar sem Adesanya potar í hann og heldur þessu mjög tæknilegu standandi en það mun ekki gerast að mínu mati miðað við vopnin sem Blachowicz er með.

Ég held að Blachowicz muni pressa fram, loka fjarlægðinni með þungri beinni hægri og nýta sér stærðarmuninn sem verður mikill. Þessi stærðarmunur verður einnig ríkjandi í clinchinu og í gólfinu ef þetta fer þangað. Tæknilega séð er Blachowicz ekki eins nákvæmur standandi, hann er með grófari tækni á meðan Adesanya er með fínlegri tækni en það hefur sinn tilgang og það hentar ekki Adesanya. Í gólfinu og clinchinu er Blachowicz mun betri. Ég veit að Adesanya er mun vinsælli en það hefur ekkert með bardagann að gera. Jan klárar þetta, segjum TKO.

Titilbardagi í fjaðurvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Megan Anderson

Þetta er auðveldasti bardaginn að spá í. Ef Megan Anderson kemur á óvart og tekst hið ótrúlega væri það sjokkerandi fyrir allan heiminn. Ég bara sé enga konu vinna Nunes á þessum tímapunti. Hún er bara of góð á öllum vígstöðum, hún er of höggþung, algjört undur og er besta bardagakona allra tíma í MMA. Nunes tekur þetta með TKO.

Titilbardagi í bantamvigt: Petr Yan gegn Aljamain Sterling

Ef þetta helst standandi vinnur Yan en ef þetta fer í gólfið mun Sterling koma mörgum á óvart þar sem hann ætti að vera mun betri glímumaður en Yan. Petr Yan er betri kickboxari, hann æfir þannig en hann fór nýlega til American Top Team. Hann er ekki búinn að vera lengi þar en sjáum hvað þetta getur gert fyrir hann á stuttum tíma og hvaða breytingar hann getur gert.

Aljo er frábær wrestler og með frábært jiu-jitsu, bara mjög góður alhliða glímumaður. Að mínu mati er hann með stórt forskot í gólfinu en ef Yan heldur þessu standandi mun hann pikka hann í sundur og ná rothögginu að lokum. Segi samt að Sterling klári þetta með uppgjafartaki.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular