Thursday, September 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDana White vill halda bardagakvöld í Texas með áhorfendum

Dana White vill halda bardagakvöld í Texas með áhorfendum

Dana White UFC 231
Dana White.

Dana White, forseti UFC, vonast eftir að geta haldið bardagakvöld með áhorfendum á næstunni. Dana beinir sjónum sínum að Texas.

Fyrr í vikunni tilkynnti Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, að grímuskylda væri afnumin í ríkinu og öll fyrirtæki í Texas gætu starfað á 100% getu. Ríkið ætli því að galopna alla starfssemi í ríkinu þrátt fyrir að aðeins 13% Texas búa hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni enn sem komið er.

Það heillar Dana White sem sér möguleika á að vera með fulla höll af áhorfendum á UFC kvöldi í Texas í náinni framtíð.

„Um leið og þessi tilkynning kom frá ríkisstjóra Texas hringdi ég nokkur símtöl. Dallas sagði nei en ég er í viðræðum við Houston. Sjáum hvort við náum Houston. Ég vil fara til Texas sem allra fyrst. Jafnvel eftir 2-3 vikur, ég er tilbúinn í það. Við ætlum að vera fyrstir og það verður uppselt,“ sagði Dana White á blaðamannafundi í gær.

Þrátt fyrir tilkynningu Abbott hafa NBA liðin þrjú í Texas ekki gert neinar breytingar á sínum reglum fyrir áhorfendur. Samkvæmt reglum NBA deildarinnar þurfa leikmenn, þjálfarar og áhorfendur í höllinni að nota grímu og verður það áfram í gildi. Þá verður áfram skertur aðgangur í höllina fyrir áhorfendur eins og hefur verið.

Dana hefur ekki áhuga á að halda bardagakvöld þar sem eru fjöldatakmarkanir á áhorfendur ekki áhorfendur í hverju sæti. Til að það gerist þarf Dana að ná samningum við eigendur hallarinnar.

Toyota Center í Houston þar sem Houston Rockets spilar gæti tekið á móti UFC. Dana vonast til að geta haldið UFC 260 þann 27. mars í höllinni. UFC gat tekið á móti um 2.000 áhorfendur á UFC 257 í Abu Dhabi en hefur ekki haldið bardagakvöld með áhorfendum síðan UFC 248 þann 7. mars 2020.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular