spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSparkbox súperstjarnan Gökhan Saki í UFC

Sparkbox súperstjarnan Gökhan Saki í UFC

Sparkbox stjarnan Gökhan Saki hefur gert nokkurra bardaga samning við UFC. Saki er aðeins með einn bardaga að baki í MMA og verður áhugavert að sjá hvernig honum mun vegna í UFC.

Saki mun keppa í léttþungavigt en sá þyngdarflokkur er einn sá þunnskipaðasti í UFC og er Saki skemmtileg viðbót við hann. Ekki er búið að ákveða hvenær hans fyrsti bardagi verður en Tyrkinn Saki hefur lýst yfir áhuga á að keppa á Rotterdam bardagakvöldinu þann 2. september.

Saki var nú seinast hjá GLORY sparkbox samtökunum en það sauð upp úr á milli GLORY og Saki þegar þeir vildu ekki gefa honum titilbardaga. Saki vill meina að GLORY sé að vernda meistarann Rico Verhoeven en þeir Saki og Verhoeven mættust í október 2013 þar sem Verhoeven fór með sigur af hólmi.

Hinn 33 ára gamli Saki hefur lengi verið á stóra sviðinu í sparkboxi. Á ferli sínum í sparkboxi hefur hann unnið hollenska og evrópska Muay Thai titilinn, GLORY léttþungavigtartitilin ásamt því að hafa unnið fleiri titla á borð við K-1 Hawaii.

Saki hefur barist 96 sparkbox bardaga þar sem hann hefur sigrað 83 bardaga og þar af 59 með rothöggi. Í þessum 96 bardögum hefur hann sigrað Tyrone Spong tvívegis, Ray Sefo, Daniel Ghiță og Melvin Manhoef. Hann hefur einnig einn MMA bardaga undir beltinu sem átti sér stað árið 2004 en hann tapaði honum gegn James Zikic.

Gokhan Saki er einn besti sparkboxarin í léttþungavigt og UFC mun líklegast ekki láta hann fá einhvern glímumann í sínum fyrsta bardaga. Það verður fróðlegt að fylgjast með Saki í UFC en sparkboxurum hefur ekki alltaf gengið vel í MMA.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular