Keppnislið Mjölnis ætlar að taka upp breytt skipulag í janúar. Til að komast inn í keppnislið Mjölnis þarf að þreyta inntökupróf en skráning í inntökuprófið er hafið. Prófið er ekki fullmótað eins og er en þeir sem sækja um þurfa að þreyta þrekpróf áður en lengra er haldið. Þeir sem komast í gegnum þrekprófið verða látnir boxa og glíma til að sjá hvar þeir standa í bardagagreinunum. Eftir þessi próf er valið hverjir komast inn í hópinn en þeir sem komast í gegn fá að æfa með keppnisliði Mjölnis. Þeir sem fá að æfa með keppnisliðinu þurfa að æfa í eitt til tvö ár þar áður en þeir geta fengið styrki til að keppa erlendis og verða þar með vígðir sem meðlimir í keppnisliði Mjölnis. Það þarf því mikinn metnað og aga til að komast í keppnisliðið enda eftirsóknarvert að fá að æfa með þeim bestu hérlendis.
Það eru spennandi tímar framundan hjá keppnisliði Mjölnis og verður gaman að fylgjast með inntökuferlinu. Þeir sem vilja sækja um að komast í keppnisliðið geta fyllt út eyðublað í afgreiðslu Mjölnis (umsóknareyðublaðið má sjá hér að neðan) en inntökuprófið fer fram í janúar.
Sjúklega spennandi!