spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSpurningar og svör úr 2. Pubquiz-i MMA Frétta

Spurningar og svör úr 2. Pubquiz-i MMA Frétta

MMAFrettir3_optimizedAnnað Pubquiz okkar fór fram á The Drunk Rabbit síðastliðinn fimmtudag. Liðin voru vel skipuð MMA sérfræðingum en hér má sjá spurningar og svör kvöldsins.

Ritstjórinn bjó til 15 spurningar sem þátttakendur svöruðu eftir bestu vitund. Sigurliðið var með 30 stig af 33 mögulegum og fór út með góða vinninga. Verðlaunin voru eftirfarandi:

3. sæti: Tveir bjórar á mann
2. sæti: Tveir bjórar á mann og tvö gjafabréf fyrir eldbakaða pizzu frá The Drunk Rabbit
1. sæti: Tveir bjórar á mann, tvö gjafabréf upp á Guinness gúllas frá The Drunk Rabbit, tvö 5.000 kr. gjafabréf frá Óðinsbúð, kassi af Víking Gull og einkatími fyrir tvo í brasilísku jiu-jitsu hjá Þráni Kolbeinssyni (brúnt belti í BJJ og yfirþjálfari í Mjölni).

Guttormur og Óskar.
Guttormur og Óskar.

Þeir Óskar Örn Árnason og Guttormur Árni Ársælsson voru í 1. sæti en þeir sigruðu einnig fyrsta pubquiz-ið okkar. Í 2. sæti voru það þeir Axel Valdimarsson og Þorgrímur Guðni Bjarnason með 27 stig. Í 3. sæti með 20 stig voru það Haraldur Gísli Sigfússon og Friðjón Ingi Sigurjónsson.

Við þökkum The Drunk Rabbit og Óðinsbúð fyrir samstarfið. Fleiri pubquiz eru væntanleg.

Spurningarnar:

1. Við byrjum á auðveldustu spurningunni. Nú er ég búinn að þýða ansi fræg ummæli en þau hljóma svona: „Heeeey, ég er ekki hissa móðurserðir“. Hver sagði þetta og hvaða bardagamann var hann nýbúinn að vinna þegar hann sagði þetta? (2 stig)

2. Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam í maí. Tumenov er með fimm sigra og eitt tap í UFC. Gegn hverjum var hans eina tap? (1 stig)

a) Viscardi Andrade
b) Lorenz Larkin
c) Mike Pyle
d) Ildemar Alcantara

3. Spurt er um bardagamann. Hann var í fimmtu seríu The Ultimate Fighter en hafði þó áður barist í UFC. Hann er með 17 sigra eftir uppgjafartök á ferlinum, búinn með 20 bardaga í UFC og hefur 13 sinnum fengið frammistöðubónus. Hann ber sama viðurnefni og þekkt poppstjarna og hefur sigrað menn á borð við Takenori Gomi, Jens Pulver, Melvin Guillard og Jamie Varner. Hver er maðurinn? (1 stig)

4. UFC 200 fer fram þann 9. júlí í sumar og stefnir allt í risa bardagakvöld. UFC 100 var stærsta bardagakvöld allra tíma með tilliti til pay per view kaupa, en hverjir voru þrír síðustu, eða aðalbardagarnir á kvöldinu? (1 stig)

5. Diego Sanchez var í fyrstu seríu The Ultimate Fighter og er sá eini úr þeirri seríu sem er enn að. Sanchez hefur því barist í tæp 11 ár, samtals 23 bardaga, á þessum árum en í hvaða þyngdarflokkum hefur Diego Sanchez keppt í? (4 stig)

6. Þessi er stutt og einföld, hver er með flesta sigra eftir rothögg í sögu UFC? (1 stig)

7. Það vekur fátt jafn mikla athygli í UFC eins og þegar einhver fellur á lyfjaprófi. Nú er spurt um fjóra bardagamenn og allir hafa þeir fallið á lyfjaprófum nema einn! Hver af eftirtöldum mönnum hefur EKKI fallið á lyfjaprófi á MMA ferlinum. (1 stig)

a) Donald Cerrone
b) Nate Diaz
c) Anderson Silva
d) Nate Marquardt

8. Nú ætlum við að skoða myndir af ungum bardagamönnum. Hvaða menn eru þetta? (4 stig)

a) ungur bas rutten

b)ungur CM

c)ungur gsp

d)ungur dana white

9. Gunnar Nelson hefur barist sjö bardaga í UFC. Fjórum sinnum hefur upprunalegi andstæðingur hans meiðst og því aðeins þrisvar sinnum barist við andstæðinginn sem hann upprunalega að mæta. Hvaða þrír menn eru það? (3 stig)

10. Spurt er um bardagamann. Hann hætti með bardagaskorið 12-2 en allir 12 sigrar hans voru sigrar í fyrstu lotu. Eftir tvö töp í röð ákvað hann að hætta vegna þrálátra meiðsla en meðfram UFC ferlinum vann hann sem verkfræðingur. Hver er maðurinn? (1 stig)

11. Þeir Georges St. Pierre, BJ Penn, Frankie Edgar og Michael Bisping eru þeir bardagamenn sem hafa verið lengst í UFC búrinu, þ.e. ef mínútur þeirra í búrinu eru lagðar saman hafa þessir 4 verið lengst. Þessir menn hafa allir farið yfir fimm tíma í búrinu. Hver af þessum fjórum hefur verið lengst í UFC búrinu? (1 stig)

a) Georges St. Pierre
b) BJ Penn
c) Frankie Edgar
d) Michael Bisping

12. Ökuníðingurinn Jon Jones er einn besti bardagamaður allra tíma en kannski ekki jafn góður við stýrið. En það tengist ekkert spurningunni, Jon Jones hefur klárað 15 bardaga á ferlinum, en hvaða bardagamann tókst Jones að klára síðast? (1 stig)

13. Í UFC eru tíu þyngdarflokkar, átta karlaflokkar og tveir kvennaflokkar. Nú spurjum við um meistarana. Hvaða UFC meistari er með flest töp á ferilskránni og hvaða meistari er með fæst töp á ferilskránni? Nú erum við ekki að tala um bara í UFC heldur á ferlinum. (4 stig)

14. Þessi er nokkuð auðveld. Hverjir berjast í síðustu tveimur bardögunum á UFC 199 þann 4. júní? (4 stig)

15. Ungstirnið Paige VanZant er um þessar mundir að keppa í þáttunum Dancing with the Stars. Hún er þó ekki sú eina úr MMA heiminum sem tekið hefur þátt í þáttunum. Hverjir eru hinir tveir bardagamennirnir sem hafa tekið þátt í Dancing with the Stars? (2 stig)

Svör:

1. Nate Diaz eftir að hafa unnið Conor McGregor (2 stig).

2. d) Ildemar Alcantara

3. Joe Lauzon

4. Dan Henderson gegn Michael Bisping, Georges St. Pierre gegn Thiago Alves, Brock Lesnar gegn Frank Mir.

5.  Millivigt, veltivigt, léttvigt, fjaðurvigt (4 stig)

6. Vitor Belfort (1 stig)

7. b) Nate Diaz

8. a) Bas Rutten b) Conor McGregor c) Georges St. Pierre d) Dana White

9. Omari Akhmedov, Rick Story, Demian Maia.

10. Shane Carwin

11. Frankie Edgar, hefur verið í 5:37:51 í UFC búrinu. 8x farið allar 5 loturnar.

12. Chael Sonnen

13. Robbie Lawler er með flest töp, eða 10, á meðan Joanna Jedrzejzcyk er ósigruð í 11 bardögum.

14. Luke Rockhold og Chris Weidman, Uijah Faber og Dominick Cruz

15. Randy Couture og Chuck Liddell

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular