0

Stephen Thompson fær Darren Till í febrúar

Stephen ‘Wonderboy’ Thompson fær litla hvíld eftir sigurinn á Jorge Masvidal um síðustu helgi. Thompson mætir Darren Till í febrúar en bardaginn fer fram á Englandi.

Frá þessu greindi Dana White, forseti UFC, í gær á sérstökum viðburði en bardaginn á að fara fram þann 24. febrúar. Upphaflega ætlaði UFC að vera með viðburð í Orlando þetta kvöld en nú virðist sem bardagakvöldið verði fært til Englands. Þar verður heimamaðurinn Darren Till væntanlega í aðalbardaga kvöldsins.

Darren Till nældi sér í sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann rotaði Donald Cerrone á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í október. Till er á hraðri uppleið og má búast við ansi fjörugum bardaga þegar hann mætir Thompson.

Stephen Thompson komst aftur á sigurbraut með nokkuð öruggum sigri á Jorge Masvidal á UFC 217 um helgina. Hann reynir nú aftur að komast í titilbardaga eftir tvær misheppnaðar tilraunir gegn Tyron Woodley.

Á dögunum greindi UFC frá því að þeirra árlega heimsókn til London verði þann 17. mars. UFC mun því heimsækja England tvisvar á einum mánuði en það hefur aldrei gerst áður hjá bardagasamtökunum. Hugsanlega gæti Gunnar endað á öðru hvoru bardagakvöldinu þegar hann verður tilbúinn að snúa aftur í búrið.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.