spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStephen Thompson sagður mæta Anthony Pettis í mars

Stephen Thompson sagður mæta Anthony Pettis í mars

Ariel Helwani segir að Anthony Pettis ætli sér upp í veltivigt til að berjast við Stephen Thompson. Bardaginn færi þá fram í mars en UFC hefur ekki staðfest bardagann enn.

Þessi bardagi kemur á óvart enda Anthony Pettis aldrei áður barist í veltivigt. Pettis hefur alla tíð barist í léttvigt fyrir utan stutta veru í fjaðurvigt árið 2016. Auk þess hefur Pettis ekki átt neitt sérstaklega góðu gengi að fagna á síðustu árum en hann hefur tapað 6 af síðustu 9 bardögum sínum. Pettis var léttvigtarmeistari árið 2014 en síðan hann tapaði beltinu hefur hann ekki náð sömu hæðum.

Svo virðist sem Pettis sé hættur að reyna að eltast við einhvern titil og vilji frekar skemmtilega bardaga. Thompson virðist líka vera að leitast að skemmtilegum bardögum gegn andstæðingum sem vilja standa með honum. Thompson barðist einn bardaga 2018 þegar hann tapaði fyrir Darren Till í Liverpool í maí. Thompson var að vonast eftir að fá Robbie Lawler en Lawler mætir Ben Askren í mars.

Þessi bardagi kemur sérstaklega á óvart þar sem margir topp bardagamenn í veltivigtinni eru í leit að bardaga. Santiago Ponzinibbio, Colby Covington, Jorge Masvidal, Leon Edwards, Darren Till, Rafael dos Anjos, Neil Magny og Gunnar Nelson eru allir án bardaga eins og er. Thompson hefur áður sagt að hann vilji helst einhvern sem er í topp 5 í veltivigtinni en Pettis er aðeins í 8. sæti í léttvigtinni.

Pettis er greinilega ekki að leita að auðveldum bardögum en bardaginn virðist vera hans hugmynd. Pettis stakk upp á þessu á Instagram og tók Thompson vel í hugmyndina. UFC virðist hafa gert slíkt hið sama en samkvæmt Ariel Helwani mun bardaginn fara fram á UFC bardagakvöldi í Nashville þann 23. mars.

Bardaginn hefur þó ekki verið staðfestur af UFC en báðir eru sagðir hafa samþykkt bardagann.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular