spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStipe Miocic ekki enn búinn að jafna sig í auganu 8 mánuðum...

Stipe Miocic ekki enn búinn að jafna sig í auganu 8 mánuðum eftir bardagann gegn Cormier

Stipe Miocic var í viðtali hjá Ariel Helwani nú á dögunum þar sem þeir ræddu meðal annars um augnskaðann, kórónafaraldurinn og hvort Stipe væri farinn að huga að næstu titilvörn.

Stipe Miocic (19-3) barðist í ágúst síðastliðnum þegar hann kláraði Daniel Cormier (22-2) með tæknilegu rothöggi í fjórðu lotu og endurheimti þar með þungavigtarbeltið. Í kjölfarið þurfti Stipe að fara undir hnífinn því sjónhimnan á vinstri auga hans rifnaði í bardaganum. Skurðaðgerðin heppnaðist vel og hefur kappinn náð töluverðum bata en hefur ekki enn náð sér að fullu tæpum átta mánuðum eftir bardagann.

„Ég sé ennþá litla bletti í auganu og stundum er eins og það sé fluga að fljúga framhjá, þetta er skrítið. Ég er bara að taka minn tíma í að koma til baka og sjá hvernig mér líður. Þannig ég er ekki að fara að berjast við neinn fyrr en ég get gengið úr skugga um að augað á mér sé í lagi,“ segir Stipe Miocic.

Stipe sagði frá því að læknir hans hafi sagt augað líta þokkalega út en það þurfi lengri tíma til að jafna sig. Því er þungavigtarmeistarinn ekkert að flýta sér og tekur hann bataferlinu með stóískri ró. Stipe sagðist einfaldlega ekki vera með hugann við næsta bardaga, er hann var spurður hvort ekki væri notalegt að þurfa ekki sífellt að vera svara spurningum um næstu tiltilvörn þar sem hann væri nú jafna sig eftir meiðslin.

„Ég hef engar áhyggjur af því núna, það sem ég hef áhyggjur af er ástandið í heiminum. Ég er að hugsa um verkefnið sem er fyrir framan okkur. Þegar því er lokið og allt komið í eðlilegt horf aftur, þá get ég farið að spá í því [næstu titilvörn].“

Kórónaveiran skekur nú heimsbyggðina og hefur Miocic áhyggjur af ástandinu. Ásamt því að vera UFC bardagamaður er Stipe einnig slökkviliðsmaður í hlutastarfi og hefur hann verið kallaður út vegna ástandsins sem nú ríkir í Valley View í Ohio þar sem hann býr. Hann sagði það vera alveg öruggt mál að hann muni fara í fleiri útköll.

„Ég hef nú þegar lokið fimm tíma vakt. Þetta er ringulreið þarna úti.“

Stipe mun því ekki stíga inn í búrið á næstu misserum. Hann tók það fram að ekki væri sá möguleiki fyrir hendi að hann myndi stíga upp til að bjarga einhverjum bardagakvöldum ef upp kæmu forföll. Hann er með hugann við fjölskylduna og skyldu sína sem slökkviliðsmaður.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Sjonni
Sjonnihttps://www.mmafrettir.is
-Bardagaáhugamaður -Fjólublátt belti í BJJ -Stjórnamaður í Mjölni -Tölvunarfræðingur
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular