Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic varði titilinn sinn um síðustu helgi í 2. sinn. Miocic starfar enn sem slökkviliðsmaður og sjúkraliði þrátt fyrir velgengni sína í búrinu.
Stipe Miocic rotaði Junior dos Santos í 1. lotu og var þetta fjórði sigur hans í röð eftir rothögg í 1. lotu. Á slökkviliðsstöðinni er Miocic ekki með neinar sérþarfir og gengur í þau störf sem þarf að sinna. Samstarfsmenn hans óska honum til hamingju með sigurinn þegar hann kemur aftur í vinnu eftir bardaga en annars er hann bara einn af strákunum.
„Vanalega geng ég inn, þeir óska mér til hamingju og rétta mér svo klósettburstann og skipa mér að taka klósettið eða eitthvað svoleiðis. Þeim er í alvörunni alveg sama,“ sagði Miocic við The Jim Rome Show.
Miocic býr við fjárahagslegt öryggi og þarf í raun ekki á slökkviliðsstarfinu að halda. Hann hefur áður sagt að hann elski að hjálpa fólki og er því ekkert á leiðinni að hætta á stöðinni.
„Ég elska það sem ég geri. Allt mig líf hef ég verið að hjálpa fólki og mér hefur verið hjálpað þannig að ég get gefið til baka. Auk þess lagði ég svo hart að mér til að komast hingað, að verða slökkviliðsmaður, að klára skólann til að verða sjúkraliði og að gera mömmu mína svona stolta. Að sýna mömmu að hún ól upp son sem leggur hart að sér.“