spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent'Stitch' Duran rekinn úr UFC

‘Stitch’ Duran rekinn úr UFC

stitchUFC hefur rekið sinn þekktasta skoðunarmann (e. cutman) vegna ummæla hans um Reebok samninginn. Jacob ‘Stitch’ Duran var afar virtur í bransanum og ríkir mikil óánægja með þessa ákvörðun UFC.

Stitch hefur unnið sem skoðunarmaður í UFC frá 2001. Skoðunarmenn eru ráðnir af UFC til að gera að sárum bardagamanna milli lotna. Þeir bera ábyrgð á því að stöðva blóðnasir, minnka bólgu og stoppa blæðingu úr skurðum í MMA, boxi og sparkboxi. Þessi sár geta gert það að verkum að bardaginn verði stöðvaður snemma og því vilja margir bardagamenn hafa góðan skoðunarmann í horninu sínu til að gera að minniháttar sárum á borð við blóðnasir.

Til að mynda bað millivigtarmeistarinn Chris Weidman alltaf sérstaklega um Stitch. Hann sá einnig um að vefja hendur Weidman fyrir bardaga og er Stitch einn sá virtasti og reynslumesti í bransanum.

Ummæli hans um Reebok samning UFC vöktu ekki mikla ánægju hjá bardagasamtökunum. Stitch og fleiri skoðunarmenn báru auglýsingar á vesti sínu og fengu mánaðarlegar greiðslur frá styrktaraðilum. Eftir að Reebok kom til skjalanna misstu þeir styrktarsamningana og fengu ekkert í staðinn. Í viðtalinu talaði Stitch um að hann gæti þurft að vinna meira í boxi til að vinna upp á móti tekjutapinu frá styrktaraðilunum. Í boxinu fær hann betur borgað af þekktustu boxurunum.

Stitch á þó ekki eftir að sitja á auðum höndum. Hann hefur alltaf verið skoðunarmaður boxarans Wladimir Klitschko og mun sennilega fá símtal frá Bellator innan skamms auk fleirri tækifæra í boxheiminum. Hann naut þess þó að vinna í UFC með keppendunum og á eftir að sakna starfsins síns í UFC. Hann sendi þó UFC kaldar kveðjur og þá sérstaklega Dana White, forseta UFC.

Miðað við viðbrögðin á Twitter eru margir ósáttir við þessa ákvörðun UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular