spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStjúpdóttir Walt Harris týnd - Harris hættir við næsta bardaga

Stjúpdóttir Walt Harris týnd – Harris hættir við næsta bardaga

Stjúpdóttir þungavigtarmannsins Walt Harris er ennþá týnd. Walt Harris hefur þar af leiðandi hætt við komandi bardaga gegn Alistair Overeem í desember.

19 ára stjúpdóttir Walt Harris, Angela Harris, hefur verið týnd síðan 24. október. Hvarf hennar er rannsakað sem glæpur og er talið að hún hafi verið brottnumin. Bíll hennar fannst 55 mílum frá skóla hennar en sönnunargögn í bílnum benda til að ráðist hafi verið á stúlkuna.

Umbun hefur verið lofað fyrir upplýsingar sem gæti leitt til handtöku eða sakfellingar. Ríkisstjórinn í Alabama lofaði 5.000 dollurum en síðar hafa Jon Jones, Dana White og Ali Abdelaziz lagt til 25.000 dollara hver. Umbunin er því komin í 100.000 dollara en málið hefur vakið mikla athygli í Alabama.

Walt Harris átti að mæta Alistair Overeem í aðalbardaga kvöldsins þann 7. desember. Harris hefur skiljanlega dregið sig úr bardaganum og er UFC að leita að andstæðingi fyrir Overeem.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular