Sunna Rannveig Davíðsdóttir snýr aftur í búrið í maí eftir langa fjarveru. Sunna keppir þá í 8-kvenna útsláttarmóti Invicta en sigurvegari mótsins fær strávigtarbeltið.
Þetta er í fyrsta sinn sem Invicta FC heldur útsláttarmót en keppendur geta átt von á því að berjast þrjá bardaga á einu kvöldi fari þær alla leið. Fyrstu tveir bardagarnir eru þó aðeins ein fimm mínútna lota á meðan úrslitabardaginn er hefðbundnar þrjár lotur.
Sjá einnig: Sunna mætir Kailin Curran í Invicta mótinu
Sunna Rannveig Davíðsdóttir (3-0) getur því orðið strávigtarmeistari Invicta fari hún með sigur af hólmi í útsláttarmótinu. Sunna er meðal átta kvenna sem berjast á mótinu en þar á meðal eru reynsluboltar úr UFC og Invicta.
Strávigtarmeistari Invicta, Virna Jandiroba, samdi nýverið við UFC og hefur því látið beltið af hendi. Beltið er því laust og er því risa tækifæri í boði fyrir Sunnu fari hún með sigur af hólmi.