spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSunna getur orðið meistari með sigri í Invicta mótinu

Sunna getur orðið meistari með sigri í Invicta mótinu

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir snýr aftur í búrið í maí eftir langa fjarveru. Sunna keppir þá í 8-kvenna útsláttarmóti Invicta en sigurvegari mótsins fær strávigtarbeltið.

Þetta er í fyrsta sinn sem Invicta FC heldur útsláttarmót en keppendur geta átt von á því að berjast þrjá bardaga á einu kvöldi fari þær alla leið. Fyrstu tveir bardagarnir eru þó aðeins ein fimm mínútna lota á meðan úrslitabardaginn er hefðbundnar þrjár lotur.

Sjá einnig: Sunna mætir Kailin Curran í Invicta mótinu

Sunna Rannveig Davíðsdóttir (3-0) getur því orðið strávigtarmeistari Invicta fari hún með sigur af hólmi í útsláttarmótinu. Sunna er meðal átta kvenna sem berjast á mótinu en þar á meðal eru reynsluboltar úr UFC og Invicta.

Strávigtarmeistari Invicta, Virna Jandiroba, samdi nýverið við UFC og hefur því látið beltið af hendi. Beltið er því laust og er því risa tækifæri í boði fyrir Sunnu fari hún með sigur af hólmi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular