spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSunna mætir Kailin Curran í Invicta mótinu

Sunna mætir Kailin Curran í Invicta mótinu

Sunna Rannveig
Mynd: Allan Suarez.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir keppir á Invicta FC mótinu þann 3. maí. Í dag var drátturinn fyrir útsláttarmótið opinberaður og mun Sunna mæta fyrrum UFC bardagakonunni Kailin Curran.

Þetta er í fyrsta sinn sem Invicta FC heldur útsláttarmót en keppendur geta átt von á því að berjast þrjá bardaga á einu kvöldi fari þær alla leið. Fyrstu tveir bardagarnir eru þó aðeins ein fimm mínútna lota á meðan úrslitabardaginn er hefðbundnar þrjár lotur.

Eins og áður segir mætir Sunna (3-0) fyrrum UFC bardagakonunni Kailin Curran (4-6). Curran var í UFC frá 2014 til 2017 þar sem hún vann einn bardaga en tapaði sex. Curran var þó í nokkur skipti að vinna bardagann en kastaði sigrum frá sér sem gerði það að verkum að hún fékk fleiri tækifæri hjá UFC en ella. Curran kemur frá Havaí og er hörð í horn að taka en hún hefur mætt konum á borð við Paige VanZant og Felice Herrig.

Sjá einnig: Sunna getur orðið meistari með sigri í Invicta mótinu

Uppröðun bardaganna er einnig klár en Sunna mun vera í öðrum bardaga kvöldsins. Tveir bardagar verða varabardagar ef keppendur detta út vegna meiðsla.

TBD vs. TBD – strawweight tournament final
Kay Hansen (4-2) vs. Magdaléna Šormová (7-1)
TBD vs. TBD – strawweight tournament semifinal
TBD vs. TBD – strawweight tournament semifinal
Amber Brown (7-5) vs. Manjit Kolekar (11-2) – strawweight tournament reserve bout
MIZUKI (13-5) vs. Sharon Jacobson (5-4) – strawweight tournament quarterfinal
Janaisa Morandin (10-2) vs. Brianna Van Buren (5-2) – strawweight tournament quarterfinal
Danielle Taylor (10-4) vs. Juliana Lima (9-5) – strawweight tournament quarterfinal
Kailin Curran (4-6) vs. Sunna Davidsdottir (3-0) – strawweight tournament quarterfinal
Alyssa Krahn (5-2) vs. Itzel Esquivel (4-2) – strawweight tournament reserve bout

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular