spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSunna sigrar á stigum í spennutrylli

Sunna sigrar á stigum í spennutrylli

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Nú í kvöld mætti Sunna Rannveig Davíðsdóttir úr Mjölni Mallory Martin í Invicta 22. Kvöldið fór fram í Kansas í Bandaríkjunum en þetta var annar atvinnubardagi Sunnu.

Bardaginn var æsispennandi allar þrjár loturnar. Fyrsta lotan byrjaði hratt en Sunna vann hana nokkuð örugglega og vankaði Martin á einum tímapunkti með frábærri vinstri hendi.

Sunna tók þung högg í annarri lotu og var farin að þreytast. Martin náði góðri fellu í lok lotunnar og virtist því allt vera undir fyrir þriðju og síðustu lotuna.

Þriðja lotan var nokkuð jöfn en báðar konur sýndu mikla hörku og að lokum var það Sunna sem sigraði á öllum þremur skorspjöldum dómaranna. Tveir dómaranna gáfu henni tvær lotur gegn einni frá Martin en einn dómaranna gaf Sunnu allar þrjár loturnar.

Þetta var afar harður bardagi og sýndi Sunna frábær tilþrif, mikla hörku og járnvilja til að sigla sigrinum í höfn í lok bardagans.

Sunna er núna 2-0 á atvinnuferlinum og byrjar ferilinn vel í Invicta. Við óskum Sunnu innilega til hamingju með sigurinn.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular