spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTakashi Sato ætlar að klára Gunnar

Takashi Sato ætlar að klára Gunnar

Takashi Sato mætir Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu á laugardaginn. Sato er spenntur fyrir bardaganum og fékk góð ráð frá Gilbert Burns.

Takashi Sato kemur inn með rúmlega tveggja vikna fyrirvara en upphaflega átti Gunnar að mæta Claudio Silva áður en Silva meiddist. Sato var einn af þeim fyrstu sem UFC hafði samband við enda var hann búinn að láta UFC vita að hann væri í góðu standi og tilbúinn að stökkva inn með skömmum fyrirvara.

„Það var ekkert vandamál að taka bardagann með skömmum fyrirvara. Ég hef æft vel og haldið þyngdinni niðri,“ sagði Sato við MMA Fréttir.

Gunnar hefur ekki barist síðan í september 2019 og hefur verið lengi frá. Sato aftur á móti hefur sjálfur verið frá og ekki barist síðan í nóvember 2020. „Mér finnst ég stöðugt vera að bæta mig og þarf bara að sýna það í bardaganum.“

Sato æfir hjá Sanford MMA í Flórída en þar æfa menn á borð við Michael Chandler, Robbie Lawler og Gilbert Burns en Burns sigraði Gunnar fyrir tveimur árum. „Það eru svo margir góðir æfingafélagar hjá Sanford og frábærir þjálfarar og aðstaða. Fullkomið að bæta sig þar. Ég fékk góð ráð frá Gilbert. Hann sagði að Gunni væri með góðan bodylock og mjög tæknilegur upp við búrið. Hann væri góður alls staðar en ég ætti að passa mig að hann tæki ekki bakið. Og að ég ætti að pressa hann.“

„Gunnar er góður alls staðar. En ég held hann muni reyna að taka mig niður. Hann er með góðan bodylock en ég er líka góður þar. Ég kem úr júdó og get barist vel í þeirri stöðu. Hann berst úr karate stöðu sem er líkt og minni stöðu. Ég þarf að halda fjarlægð og pressa hann, reyna að rota hann eða klára með uppgjafartaki. Ég ætla að klárann,“ sagði Sato að lokum.

Viðtalið við Sato má sjá hér að neðan.

Bardaginn verður í beinni útsendingu á Viaplay og hefst bein útsending kl. 20:00 frá O2 Arena.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular