Gunnar Nelson mætir Takashi Sato á UFC bardagakvöldinu á laugardaginn. Gunnar er kominn til London og átti þægilegan fyrsta dag.
Gunnar eyddi fyrsta deginum í London að skrifa á nokkur plaköt og vigta sig fyrir UFC. Gunnar var 82,5 kg í gær og þarf að vera 77 kg á föstudaginn. Vigtin er samkvæmt plani og má búast við að niðurskurðurinn verði ekki erfiður.
Gunnar fór síðan í stutta sánu og tók létta æfingu um kvöldið til að hrista ferðalagið af sér.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Spá MMA Frétta fyrir UFC 274 - May 7, 2022
- Fjórir Mjölnismenn keppa á ADCC trials á laugardaginn - May 6, 2022
- Mjölnir Open 16 úrslit - April 9, 2022