UFC 259 fer fram um helgina í Las Vegas. Þrír risastórir titilbardagar eru á dagskrá og stefnir allt í frábært bardagakvöld.
Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jan Blachowicz og Israel Adesanya um léttþungavigtarbeltið. Israel Adesanya er áfram ríkjandi millivigtarmeistari en getur orðið tvöfaldur meistari með sigri. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Amanda Nunes og Megan Anderson um fjaðurvigtartitil kvenna og Petr Yan og Aljamain Sterling mætast um bantamvigtartitilinn í 3. titilbardaga kvöldsins.
Í 117. þætti Tappvarpsins var farið vel yfir bardagakvöldið og helstu fréttir:
-Trillan
-Khamzat hættur?!?
-Rauðvínsflaska Paulo Costa
-Derrick Lewis fær símtalið á undan Ciryl Gane
-Skiptir stærð Israel Adesanya máli?
-Ótrúleg endurkoma Jan Blachowicz
-Israel Adesanya finnur opnanir
-Verður Blachowicz sá fyrsti til að wrestla Adesanya?
-Síbería vs. New York í bantamvigt
-Allir strax búnir að gleyma Henry Cejudo?
-Megan tilbúin fyrir Nunes eða er hún ennþá hrá í miðjunni?
-Kominn tími til að Islam Makhachev standi undir stimplinum
Þáttinn má hlusta á öllum helstu hlaðvarpsveitum.