spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomePodcastTappvarpið 79. þáttur: Stjörnuhrap Chris Weidman, #Inhalergate og fleira

Tappvarpið 79. þáttur: Stjörnuhrap Chris Weidman, #Inhalergate og fleira

79. þáttur Tappvarpsins er kominn út. Í þættinum ræddum við um algjört hrun Chris Weidman, möguleika Dominick Reyes gegn Jon Jones og fleira.

Dominick Reyes sigraði Chris Weidman með rothöggi í 1. lotu um síðustu helgi. Þetta var fimmta tap Weidman í síðustu sex bardögum en öll töpin voru eftir rothögg. Reyes gæti fengið titilbardaga með sigrinum og mætt Jon Jones en Reyes hefur litið frábærlega út síðan hann kom í UFC.

Bardagi Greg Hardy gegn Ben Sosoli um síðustu helgi var dæmdur ógildur eftir að Hardy notaði úðatæki á milli lotna. Hardy vill meina að hann hafi fengið leyfi til að nota úðatækið en íþróttasambandið í Massachusetts segir að hann hafi ekki haft leyfi til þess.

Þá fórum við einnig vel yfir bardaga Ben Askren gegn Demian Maia sem fer fram á laugardaginn og bardagakvöldið í Singapúr. Nauðgunarásakanir á hendur Conor McGregor voru einnig ræddar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular