Thursday, April 25, 2024
HomeErlentGreg Hardy mætir Alexander Volkov eftir 17 daga

Greg Hardy mætir Alexander Volkov eftir 17 daga

Eftir að andstæðingur Alexander Volkov datt út hefur Greg Hardy komið inn með 17 daga fyrirvara. Hardy mætir þá Volkov í Moskvu þann 9. nóvember.

Alexander Volkov átti upphaflega að mæta Junior dos Santos í aðalbardaga kvöldsins í Moskvu. Junior dos Santos þurfti hins vegar að draga sig úr bardaganum vegna sýkingar.

Greg Hardy kemur því í stað dos Santos og mætir Volkov. Hardy barðist um síðustu helgi þegar hann sigraði Ben Sosoli eftir dómaraákvörðun. Bardaginn var hins vegar dæmdur ógildur þar sem Hardy notaði úðatæki áður en 3. lota byrjaði en slíkt er bannað.

Hardy hefur fengið sérvalda andstæðinga í UFC hingað til en þetta verður hans langerfiðasti andstæðingur hingað til. Hardy hefur verið duglegur að berjast en þetta verður fimmti bardaginn hans í UFC á árinu. Enginn þungavigtarmaður hefur áður barist svo marga bardaga í UFC á 12 mánaða tímabili.

Upphaflega áttu þeir Volkov og dos Santos að vera í aðalbardaga kvöldsins en þeir Hardy og Volkov verða færðir í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Þeir Zabit Magomedsharipov og Calvin Kattar verða þess í stað í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn verður samt bara þrjár lotur þar sem breytingin kemur seint.

UFC bardagakvöldið í Moskvu fer fram þann 9. nóvember í CSKA Arena.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular