0

Conor McGregor með blaðamannafund í Rússlandi á fimmtudag

Conor McGregor mun halda blaðamannafund í Moskvu í Rússlandi á fimmtudaginn. Blaðamannafundurinn er í samstarfi við veðmálafyritækið Parimatch.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Parimatch mun Conor McGregor tala um áætlanir sínar í Rússlandi, komandi æfingar og mögulega greina frá endurkomu sinni í búrið. Conor mun sennilega einnig tala um Proper 12 viskíið sitt sem kom á markað í Rússlandi fyrr í mánuðinum.

Það verður því væntanlega mikið um læti og lítið innihald á blaðamannafundinum en það verður athyglisvert að sjá hvernig móttökur Conor fær í Rússlandi. Þeir Conor og Khabib Nurmagomedov hafa auðvitað lengi eldað grátt silfur saman. Sá rígur virðist ekki vera að hverfa á næstunni.

Á dögunum kom einnig fram önnur nauðgunarásökun á hendur Conor McGregor og spurning hvort Conor verði spurður út í þau mál á blaðamannafundinum.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.